Íslenski boltinn

Munar miklu fyrir KR að hafa fengið HM-konuna til baka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Betsy Doon Hassett í landsliðsbúningi Nýja-Sjálands,
Betsy Doon Hassett í landsliðsbúningi Nýja-Sjálands, Getty/Adam Pretty
Nýsjálendingurinn Betsy Doon Hassett var allt í öllu í 4-2 sigri KR á HK í Pepsi Max deild kvenna í gær.Það hefur verið allt annað að sjá sóknarleik KR-kvenna eftir að þær endurheimtu Betsy Hassett af HM í Frakklandi en hún var eini leikmaður Pepsi Max deildar kvenna sem tók þátt í heimsmeistaramótinu í ár.Í sigrinum í gær var Betsy með mark og stoðsendingu og hún átti einnig stóran þátt í undirbúningnum á einu marki til viðbótar.Betsy Hassett var í HM-hópi Nýja-Sjálands í Frakklandi og spilaði 174 mínútur í leikjunum þremur. Hún hefur spilað 116 landsleiki fyrir Nýja-Sjáland.Hassett kom til baka í KR-liðið fyrir deildarleikinn á móti Þór/KA þar sem KR-konur tóku stig með sér til baka til Reykjavíkur eftir 2-2 jafntefli.KR-liðið hefur síðan unnið þrjá leiki á stuttum tíma þar á meðal einn í bikarnum þar sem liðið er komið alla leið í undanúrslit Mjólkurbikarsins.Í fjarveru Betsy Hassett fékk KR-liðið aðeins þrjú stig samtals og skoraði fimm mörk samanlagt í fimm leikum. Í fyrstu fjórum deildarleikjunum með hana í búning hefur KR-liðið fengið sjö stig og skorað sjö mörk. Það munar því miklu fyrir KR að hafa fengið HM-konuna sína til baka.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.