Íslenski boltinn

Kristján Flóki búinn að semja við KR

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kristján Flóki í leik með FH áður en hann fór út í atvinnumennsku.
Kristján Flóki í leik með FH áður en hann fór út í atvinnumennsku. vísir/ernir

Kristján Flóki Finnbogason mun ganga til liðs við KR á næstu vikum frá Start, en bæði félög tilkynntu þetta í dag.

Kristján Flóki mun spila næstu þrjá leiki með Start áður en hann gengur til liðs við Vesturbæinga.

KR greinir frá því að Kristján Flóki komi til landsins 29. júlí. Samningur hans er til fjögurra ára, eða út keppnistímabilið 2023.

Start fékk Kristján Flóka frá FH árið 2017. Hann skoraði fjögur mörk í tíu leikjum fyrir Start það sumar. Hann var lánaður til sænska liðsins Brommapojkarna síðasta sumar.

KR situr á toppi Pepsi Max deildar karla og hefur verið á mikilli siglingu að undan förnu.

Fyrsti leikur Kristjáns Flóka með KR verður líklega heimaleikur við Grindavík þann 6. ágúst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.