Erlent

Kafarar fullir auðmýktar eftir að hafa rekist á risamarglyttu

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Marglyttan er af tegundinni Rhizostoma pulmo, sem er stærsta marglyttutegundin sem finnst við Bretlandsstrendur.
Marglyttan er af tegundinni Rhizostoma pulmo, sem er stærsta marglyttutegundin sem finnst við Bretlandsstrendur. skjáskot

Myndatökumaðurinn og kafarinn Dan Abbott segir í samtali við BBC að upplifunin að rekast óvænt á risamarglyttu undan ströndum Cornwall hafi „fyllt hann auðmýkt“.

Hann var við tökur á sjávarlífsmyndefni ásamt kollega sínum Lizzie Daly þegar risamarglyttan lét sjá sig.

Upptökurnar voru hluti af söfnunarátakinu Wild Ocean Week, þar sem markmiðið var að safna fé fyrir samtökin Marine Conservation Society í Bretlandi.

Mynd Abbott af marglyttunni fór á mikið flug eftir að henni var deilt á samfélagsmiðlum á sunnudag. Abbott segir það hafa leitt til „þriggja brjálæðislegustu daga“ lífs síns, en tekur fram að tilfinningin að vera með marglyttunni neðansjávar hafi verið það besta við heildarupplifunina.

Hann bætir við að þau hafi ekki verið að leita að marglyttunni sérstaklega. „Við vissum ekki að hún yrði þarna.“

Brot af myndefninu sem þau tóku af marglyttunni má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.