Segir að steypa þurfi í borholurnar Gígja Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2019 20:00 Óskar Sævarsson, landvörður Hætta getur stafað af gömlum borholum á háhitasvæðinu við Seltún á Reykjanesi. Girt hefur verið fyrir hluta svæðisins til að fyrirbyggja slys á fólki en fjöldi ferðamanna skoðar svæðið daglega. Í febrúar á þessu ári gaus úr einni borholunni á svæðinu með þeim afleiðingum að hindrun sem átti að halda henni í skefjum sprakk undan þrýstingi. Borholurnar eru frá sjötta áratugnum og standa nú opnar á svæðinu. „Þetta er algjörlega morkin og ónýt steypa. Og með því að setja einhver járnlok eða eitthvað ofan á það þarf nú ekki mikið til að sprengja það upp og það var það sem gerðist núna í febrúar,“ segir Óskar Sævarsson, landvörður á svæðinu. Þá segir hann áform vera um að steypa ofan í holurnar til að fyrirbyggja að það gjósi úr þeim. Sú aðgerð hafi hins vegar dregist. „Ég myndi nú segja að það lægi talsvert á því. Það hefði átt að bregðast við þessu strax, fyrir ferðamannatímann,“ segir Óskar. Flókið sé að hrinda aðgerðinni í framkvæmd og kostnaðurinn við hana mikill. Stígurinn með fram borholunni hefur verið lokaður síðan í febrúar. „Stígakerfið er þannig uppbyggt að þetta er hringleið í kringum svæðið og nú er bara gengið í hálfan hring og aftur til baka, sem veldur náttúrulega gríðarlegu álagi öðru megin,“ segir Óskar. Þá segir Óskar skilti, sem bannar fólki að fara af stígnum, hafa verið sett upp víðs vegar á svæðinu. Ekki allir ferðamenn fari þó eftir þeim leiðbeiningum en nokkrir ferðamenn með íslenskan leiðsögumann í fararbroddi fóru út af stígnum og gengu í átt að borholunni í dag. Ferðamennska á Íslandi Hafnarfjörður Tengdar fréttir Gufusprenging á Reykjanesi olli því að jörðin skalf og nötraði Veðurstofan hefur ekki orðið vör við óvenjulega jarðskjálftavirkni á svæðinu. 10. febrúar 2019 13:39 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Hætta getur stafað af gömlum borholum á háhitasvæðinu við Seltún á Reykjanesi. Girt hefur verið fyrir hluta svæðisins til að fyrirbyggja slys á fólki en fjöldi ferðamanna skoðar svæðið daglega. Í febrúar á þessu ári gaus úr einni borholunni á svæðinu með þeim afleiðingum að hindrun sem átti að halda henni í skefjum sprakk undan þrýstingi. Borholurnar eru frá sjötta áratugnum og standa nú opnar á svæðinu. „Þetta er algjörlega morkin og ónýt steypa. Og með því að setja einhver járnlok eða eitthvað ofan á það þarf nú ekki mikið til að sprengja það upp og það var það sem gerðist núna í febrúar,“ segir Óskar Sævarsson, landvörður á svæðinu. Þá segir hann áform vera um að steypa ofan í holurnar til að fyrirbyggja að það gjósi úr þeim. Sú aðgerð hafi hins vegar dregist. „Ég myndi nú segja að það lægi talsvert á því. Það hefði átt að bregðast við þessu strax, fyrir ferðamannatímann,“ segir Óskar. Flókið sé að hrinda aðgerðinni í framkvæmd og kostnaðurinn við hana mikill. Stígurinn með fram borholunni hefur verið lokaður síðan í febrúar. „Stígakerfið er þannig uppbyggt að þetta er hringleið í kringum svæðið og nú er bara gengið í hálfan hring og aftur til baka, sem veldur náttúrulega gríðarlegu álagi öðru megin,“ segir Óskar. Þá segir Óskar skilti, sem bannar fólki að fara af stígnum, hafa verið sett upp víðs vegar á svæðinu. Ekki allir ferðamenn fari þó eftir þeim leiðbeiningum en nokkrir ferðamenn með íslenskan leiðsögumann í fararbroddi fóru út af stígnum og gengu í átt að borholunni í dag.
Ferðamennska á Íslandi Hafnarfjörður Tengdar fréttir Gufusprenging á Reykjanesi olli því að jörðin skalf og nötraði Veðurstofan hefur ekki orðið vör við óvenjulega jarðskjálftavirkni á svæðinu. 10. febrúar 2019 13:39 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Gufusprenging á Reykjanesi olli því að jörðin skalf og nötraði Veðurstofan hefur ekki orðið vör við óvenjulega jarðskjálftavirkni á svæðinu. 10. febrúar 2019 13:39