Íslenski boltinn

Pepsi Max mörk kvenna: Skelfileg framkvæmd á varnarleik ÍBV

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Varnarleikur ÍBV var ekki nógu góður á Kópavogsvelli
Varnarleikur ÍBV var ekki nógu góður á Kópavogsvelli vísir/daníel þór

Varnarleikur ÍBV á móti Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna var ekki upp á marga fiska, enda fékk ÍBV níu mörk á sig.

„Maður er eiginlega bara orðlaus, þetta var svo skelfilegt á köflum,“ sagði Mist Rúnarsdóttir þegar Pepsi Max mörk kvenna fóru yfir leikinn í þætti gærkvöldsins.

„Mér leið eiginlega bara illa að horfa á þetta á köflum.“

ÍBV stillti upp þriggja manna miðvarðalínu, sérfræðingarnir veltu fyrir sér hvort það hefði verið rétt ákvörðun gegn spretthröðu liði Breiðabliks.

„Framkvæmdin var náttúrulega skelfileg. Bakverðirnir hefðu þurft að spila miklu aftar. Kerfið sem slíkt, allt í lagi að spila það á móti þeim, en framkvæmdin var fáránleg,“ sagði Mist.

„Það var engin völdun. Þegar þú ert að spila við Blikana þá viltu að ef þú missir manninn þinn að næsti geti komið og hjálpað til, en það var ekki til staðar,“ bætti Ásthildur Helgadóttir við.

„Mikil svæði bæði á milli lína og úti á köntunum, sem Breiðablik elska.“

ÍBV er í fallbaráttu í Pepsi Max deild kvenna, með níu stig í áttunda sæti eftir níu leiki.

Alla umræðuna má sjá hér að neðan.


Klippa: Pepsi Max mörk kvenna: Skelfilegur varnarleikur ÍBVAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.