Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brynjar Gauti var hetja Stjörnunnar í Tallin.
Brynjar Gauti var hetja Stjörnunnar í Tallin. vísir/daníel þór
Mark Brynjars Gauta Guðjónssonar þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í framlengingu í leik Levadia Tallin og Stjörnunnar í dag tryggði Garðbæingum sæti í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.Levadia vann leikinn 3-2 en einvígið endaði 4-4 samanlagt. Stjarnan fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli og mætir Espanyol í næstu umferð.Evgeni Osipov kom Levadia yfir með skalla eftir hornspyrnu á 17. mínútu. Átta mínútum síðar jafnaði Þorsteinn Már með skalla eftir fyrirgjöf Hilmars Árna Halldórssonar. Breiðhyltingurinn lagði einnig upp mark fyrir Grundfirðinginn í fyrri leiknum í Garðabænum.Staðan í hálfleik var 1-1. Heimamenn voru sterkari í byrjun seinni hálfleiks og Nikita Andreev var nálægt því að skora í upphafi en skot hans fór framhjá. Eftir rúmlega klukkutíma leik átti varamaðurinn Ævar Ingi Jóhannsson skalla sem var bjargað á marklínu.Levadia sótti stíft það sem eftir lifði leiks og pressan bar loks árangur á 89. mínútu þegar Osipov skoraði sitt annað mark eftir fyrirgjöf frá varamanninum Érik Moreno. Því þurfti að framlengja.Heimamenn voru miklu sterkari í fyrri hálfleik framlengingarinnar og komust yfir á lokamínútu hans þegar Kruglov skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var á Martin Rauschenberg sem handlék boltann innan vítateigs.Þrátt fyrir þetta áfall þurfti Stjarnan aðeins eitt mark til að tryggja sér sæti í 2. umferðinni.Það lét bíða eftir sér en kom loks á 123. mínútu þegar Brynjar Gauti skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir hornspyrnu. Stjörnumenn fögnuðu vel og innilega enda komnir áfram og fá spennandi andstæðing í næstu umferð.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.