Vinsæl barnalög notuð til að hrekja í burtu heimilislausa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2019 20:04 Heimilislaus manneskja í Flórída (t.v.) og tónlistarmyndbandið við Baby Shark lagið fræga. getty/linda davidson/youtube Yfirvöld á West Palm Beach í Flórída hafa gripið til nýrra ráða til að halda heimilislausu fólki fráleigubyggingum í eigu borgarinnar. Þau spila barnalög til að hrekja fólkið í burtu frá byggingunum. Hið gríðarvinsæla lag Baby Shark og hið minna þekkta (hér á landi) Raining Tacos eru spiluð endurtekið allar nætur, án afláts. Keith James, borgarstjóri, sagði í samtali við BBC að þetta væri tímabundin lausn til að halda heimilislausum út úr byggingum borgarinnar við sjávarsíðuna. Tals- og stuðningsfólk heimilislausra segja þetta grimma meðferð á þeim sem mest þurfa á hjálp að halda. Opinberir starfsmenn segja barnalögin verka sem einhvers konar hindrun í kring um viðburðarsal borgarinnar, Lake Pavilion, sem stendur við sjávarsíðuna í miðborginni. Haldnir hafa verið 164 viðburðir í salnum á síðasta árinu og talið er að borgin muni græða rúmar 30 milljónir íslenskra króna á komandi ári vegna viðburða í salnum. James sagði að á síðustu vikum hafi „ógeðfelldar leifar“, til dæmis mannasaur, fundist í kring um inngang salsins. „Þegar fólk borgar háar upphæðir ætti það að geta notið aðstöðunnar sem það borgar fyrir,“ sagði James og bætti við að það væri mikilvægt að halda svæðinu í fullkomnu standi. Þessi sérstöku lög voru valin sagði hann „vegna þess að þau eru frekar pirrandi ef þú heyrir þau aftur og aftur.“ Þetta kannast eflaust margir foreldrar við enda hefur lagið Baby Shark notið gríðarlegra vinsælda á Íslandi. Fyrir baráttumenn heimilislausra virðist endurtekin spilun laganna Baby Shark og Raining Tacos grimm refsing fyrir þá sem minnst mega sín og hafa engan annan samastað. „Þetta er fólk sem er nú þegar í gríðarlega erfiðum aðstæðum og þetta gerir líf þeirra enn vesælla,“ sagði Maria Foscarinis, stofnandi og framkvæmdarstjóri National Law Center on Homelessness and Poverty. „Það að hrekja þau út með því að spila háværa tónlist er ómannúðlegt og virkilega sjokkerandi.“Og sú tækni að nota þessi sérstöku lög segir hún sérstaklega undirförult. „Hversu hræðilegt er það að taka eitthvað sem á að vera svo saklaust og nota það á svona vondan og virkilega illan hátt,“ sagði Foscarinis. Talið er að 354 einstaklingar séu heimilislausir í West Palm Beach sem, samkvæmt James, er 24% lækkun frá því árið áður. Hann segir teymi send út á göturnar í hverri viku til að aðstoða heimilislausa, hjálpa þeim að komast í athvörf og veita þeim heilbrigðisþjónustu. Hann segir að vegna þessara úrræða fái sex einstaklingar á viku tímabundið húsnæði eða félagshúsnæði. „Ég er mjög stoltur af því sem við höfum gert,“ sagði James. Í Flórída eru um það bil 31.030 einstaklingar sem ekki eiga heimili, sem er 6% undir meðaltali í Bandaríkjunum. Foscarinis sagði gallann við Flórída ekki vera fjöldi heimilislausra heldur grimmd ríkisins. Hún líkti notkun laganna við svokallaðan óvinveittan arkitektúr (e. Hostile architecture) sem hefur rutt sér til rúms í öllum Bandaríkjunum en þá eru almenningssvæði gerð hönnuð þannig að heimilislausir geti ekki verið þar, til dæmis eru gaddar settir á armbríkur á bekkjum svo að heimilislausir geti ekki lagst þar. „Lausnin er ekki að hrekja þetta fólk í burtu með því að gera líf þeirra enn vesælli. Lausnin felst í því að vinna saman að raunverulegum lausnum.“ Bandaríkin Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Yfirvöld á West Palm Beach í Flórída hafa gripið til nýrra ráða til að halda heimilislausu fólki fráleigubyggingum í eigu borgarinnar. Þau spila barnalög til að hrekja fólkið í burtu frá byggingunum. Hið gríðarvinsæla lag Baby Shark og hið minna þekkta (hér á landi) Raining Tacos eru spiluð endurtekið allar nætur, án afláts. Keith James, borgarstjóri, sagði í samtali við BBC að þetta væri tímabundin lausn til að halda heimilislausum út úr byggingum borgarinnar við sjávarsíðuna. Tals- og stuðningsfólk heimilislausra segja þetta grimma meðferð á þeim sem mest þurfa á hjálp að halda. Opinberir starfsmenn segja barnalögin verka sem einhvers konar hindrun í kring um viðburðarsal borgarinnar, Lake Pavilion, sem stendur við sjávarsíðuna í miðborginni. Haldnir hafa verið 164 viðburðir í salnum á síðasta árinu og talið er að borgin muni græða rúmar 30 milljónir íslenskra króna á komandi ári vegna viðburða í salnum. James sagði að á síðustu vikum hafi „ógeðfelldar leifar“, til dæmis mannasaur, fundist í kring um inngang salsins. „Þegar fólk borgar háar upphæðir ætti það að geta notið aðstöðunnar sem það borgar fyrir,“ sagði James og bætti við að það væri mikilvægt að halda svæðinu í fullkomnu standi. Þessi sérstöku lög voru valin sagði hann „vegna þess að þau eru frekar pirrandi ef þú heyrir þau aftur og aftur.“ Þetta kannast eflaust margir foreldrar við enda hefur lagið Baby Shark notið gríðarlegra vinsælda á Íslandi. Fyrir baráttumenn heimilislausra virðist endurtekin spilun laganna Baby Shark og Raining Tacos grimm refsing fyrir þá sem minnst mega sín og hafa engan annan samastað. „Þetta er fólk sem er nú þegar í gríðarlega erfiðum aðstæðum og þetta gerir líf þeirra enn vesælla,“ sagði Maria Foscarinis, stofnandi og framkvæmdarstjóri National Law Center on Homelessness and Poverty. „Það að hrekja þau út með því að spila háværa tónlist er ómannúðlegt og virkilega sjokkerandi.“Og sú tækni að nota þessi sérstöku lög segir hún sérstaklega undirförult. „Hversu hræðilegt er það að taka eitthvað sem á að vera svo saklaust og nota það á svona vondan og virkilega illan hátt,“ sagði Foscarinis. Talið er að 354 einstaklingar séu heimilislausir í West Palm Beach sem, samkvæmt James, er 24% lækkun frá því árið áður. Hann segir teymi send út á göturnar í hverri viku til að aðstoða heimilislausa, hjálpa þeim að komast í athvörf og veita þeim heilbrigðisþjónustu. Hann segir að vegna þessara úrræða fái sex einstaklingar á viku tímabundið húsnæði eða félagshúsnæði. „Ég er mjög stoltur af því sem við höfum gert,“ sagði James. Í Flórída eru um það bil 31.030 einstaklingar sem ekki eiga heimili, sem er 6% undir meðaltali í Bandaríkjunum. Foscarinis sagði gallann við Flórída ekki vera fjöldi heimilislausra heldur grimmd ríkisins. Hún líkti notkun laganna við svokallaðan óvinveittan arkitektúr (e. Hostile architecture) sem hefur rutt sér til rúms í öllum Bandaríkjunum en þá eru almenningssvæði gerð hönnuð þannig að heimilislausir geti ekki verið þar, til dæmis eru gaddar settir á armbríkur á bekkjum svo að heimilislausir geti ekki lagst þar. „Lausnin er ekki að hrekja þetta fólk í burtu með því að gera líf þeirra enn vesælli. Lausnin felst í því að vinna saman að raunverulegum lausnum.“
Bandaríkin Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira