Fótbolti

Tryllt fagnaðarlæti Stjörnunnar eftir leikinn í Tallin | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stjörnumenn fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.
Stjörnumenn fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. vísir/daníel þór

Stjarnan komst í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á dramatískan hátt eftir 3-2 tap fyrir Levadia Tallin í Eistlandi í dag.

Stjarnan vann fyrri leikinn, 2-1, og fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Brynjar Gauti Guðjónsson skoraði markið sem tryggði Stjörnunni farseðilinn í næstu umferð í uppbótartíma framlengingar.

Stjörnumenn fögnuðu vel og innilega eftir leikinn, fyrst á vellinum og svo inni í búningsklefa þar sem Jóhann Laxdal stjórnaði fagnaðarlátunum. Myndband af þeim má sjá hér fyrir neðan.


Stjarnan mætir Espanyol í næstu umferð. Fyrri leikurinn fer fram á RCDE vellinum í Barcelona eftir viku og sá seinni á Samsung-vellinum fimmtudaginn 1. ágúst.

Á sunnudaginn mætir Stjarnan KR í 13. umferð Pepsi Max-deildar karla.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.