Fótbolti

Tryllt fagnaðarlæti Stjörnunnar eftir leikinn í Tallin | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stjörnumenn fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.
Stjörnumenn fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. vísir/daníel þór
Stjarnan komst í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á dramatískan hátt eftir 3-2 tap fyrir Levadia Tallin í Eistlandi í dag.

Stjarnan vann fyrri leikinn, 2-1, og fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Brynjar Gauti Guðjónsson skoraði markið sem tryggði Stjörnunni farseðilinn í næstu umferð í uppbótartíma framlengingar.

Stjörnumenn fögnuðu vel og innilega eftir leikinn, fyrst á vellinum og svo inni í búningsklefa þar sem Jóhann Laxdal stjórnaði fagnaðarlátunum. Myndband af þeim má sjá hér fyrir neðan.



Stjarnan mætir Espanyol í næstu umferð. Fyrri leikurinn fer fram á RCDE vellinum í Barcelona eftir viku og sá seinni á Samsung-vellinum fimmtudaginn 1. ágúst.

Á sunnudaginn mætir Stjarnan KR í 13. umferð Pepsi Max-deildar karla.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×