Zlatan hraunar yfir MLS: Ég er eins og Ferrari innan um Fiat bíla Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. júlí 2019 08:00 Zlatan Ibrahimovic Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og hann talaði vægast sagt hreint út í viðtali við ESPN í Bandaríkjunum þar sem hann spilar nú með LA Galaxy í MLS deildinni. Óhætt er að segja að hinn 37 ára gamli Zlatan hafi komið sem stormsveipur inn í bandarísku atvinnumannadeildina en hann hefur skorað 13 mörk í 16 leikjum á yfirstandandi leiktíð auk þess að leggja upp 3 mörk. Zlatan spilaði með Malmö, Ajax, Juventus, Inter Milan, Barcelona, AC Milan, PSG og Man Utd á blómlegum ferli í Evrópu áður en hann færði sig um set til Ameríku. „MLS er ekki í sama flokki og fótboltinn í Evrópu ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Zlatan „Þegar ég spilaði í Evrópu spilaði ég með leikmönnum sem voru í mínum gæðaflokki eða nálægt því og þá er auðveldara að tengja við þá. Hér er ég eins og Ferrari innan um fullt af Fiat bílum,“ segir Zlatan, hógvær að vanda. Hann sendir liðsfélögum sínum pillu en kveðst hafa glímt við sama vandamál áður þegar hann lék með sænska landsliðinu. „Það getur komið fyrir að Ferrari-inn verði að Fiat eða að Fiat-inn verði að Ferrari. Ég var í sömu málum með sænska landsliðinu á sínum tíma þó það hafi ekki verið jafn slæmt. Ég sagði þá að ég ætlaði ekki að sætta mig við það. Ég sætti mig ekki við ef ég fæ ekki boltann eða ef hann kemur of seint til mín.“ „Ég vil að liðsfélagar mínir stígi upp og nálgist minn gæðaflokk. Annars verður leikurinn hægari. Fótboltinn hér (í MLS) gæti verið miklu hraðari, miklu taktískari og miklu skilvirkari,“ segir Zlatan jafnframt. Það er risaleikur í MLS á morgun þegar LA Galaxy mætir Los Angeles FC í baráttunni um Englaborgina en síðarnefnda liðið, með Carlos Vela innanborðs, trónir á toppi Vesturdeildarinnar á meðan Zlatan og félagar eru í 3.sæti. Fótbolti Tengdar fréttir Zlatan valdi draumaliðið sitt og enginn komst að nema hann sjálfur Svíinn hefur alltaf haft mikla trú á sjálfum sér og sú trú virðist ekki fara minnkandi. 8. júlí 2019 23:00 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Uppgjör: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar fara út með bara eitt mark í forskot Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar fara út með bara eitt mark í forskot Leik lokið: Stjarnan-FH 2-2 | Markaflóð í lokin en bara stig á lið Leik lokið: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Sjá meira
Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og hann talaði vægast sagt hreint út í viðtali við ESPN í Bandaríkjunum þar sem hann spilar nú með LA Galaxy í MLS deildinni. Óhætt er að segja að hinn 37 ára gamli Zlatan hafi komið sem stormsveipur inn í bandarísku atvinnumannadeildina en hann hefur skorað 13 mörk í 16 leikjum á yfirstandandi leiktíð auk þess að leggja upp 3 mörk. Zlatan spilaði með Malmö, Ajax, Juventus, Inter Milan, Barcelona, AC Milan, PSG og Man Utd á blómlegum ferli í Evrópu áður en hann færði sig um set til Ameríku. „MLS er ekki í sama flokki og fótboltinn í Evrópu ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Zlatan „Þegar ég spilaði í Evrópu spilaði ég með leikmönnum sem voru í mínum gæðaflokki eða nálægt því og þá er auðveldara að tengja við þá. Hér er ég eins og Ferrari innan um fullt af Fiat bílum,“ segir Zlatan, hógvær að vanda. Hann sendir liðsfélögum sínum pillu en kveðst hafa glímt við sama vandamál áður þegar hann lék með sænska landsliðinu. „Það getur komið fyrir að Ferrari-inn verði að Fiat eða að Fiat-inn verði að Ferrari. Ég var í sömu málum með sænska landsliðinu á sínum tíma þó það hafi ekki verið jafn slæmt. Ég sagði þá að ég ætlaði ekki að sætta mig við það. Ég sætti mig ekki við ef ég fæ ekki boltann eða ef hann kemur of seint til mín.“ „Ég vil að liðsfélagar mínir stígi upp og nálgist minn gæðaflokk. Annars verður leikurinn hægari. Fótboltinn hér (í MLS) gæti verið miklu hraðari, miklu taktískari og miklu skilvirkari,“ segir Zlatan jafnframt. Það er risaleikur í MLS á morgun þegar LA Galaxy mætir Los Angeles FC í baráttunni um Englaborgina en síðarnefnda liðið, með Carlos Vela innanborðs, trónir á toppi Vesturdeildarinnar á meðan Zlatan og félagar eru í 3.sæti.
Fótbolti Tengdar fréttir Zlatan valdi draumaliðið sitt og enginn komst að nema hann sjálfur Svíinn hefur alltaf haft mikla trú á sjálfum sér og sú trú virðist ekki fara minnkandi. 8. júlí 2019 23:00 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Uppgjör: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar fara út með bara eitt mark í forskot Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar fara út með bara eitt mark í forskot Leik lokið: Stjarnan-FH 2-2 | Markaflóð í lokin en bara stig á lið Leik lokið: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Sjá meira
Zlatan valdi draumaliðið sitt og enginn komst að nema hann sjálfur Svíinn hefur alltaf haft mikla trú á sjálfum sér og sú trú virðist ekki fara minnkandi. 8. júlí 2019 23:00