Fótbolti

James Harden eignast hlut í fótboltaliðum Houston borgar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Harden hefur farið mikinn í NBA-deildinni undanfarin ár.
James Harden hefur farið mikinn í NBA-deildinni undanfarin ár. GETTY/ Tim Warner
James Harden er einn besti körfuboltamaður heims í dag en kappinn virðist líka hafa áhuga á fótbolta og þá erum við að taka um þann evrópska en ekki þann ameríska.

James Harden hefur keypt sig inn í eigandahóp Houston Dynamo og Houston Dash. Dynamo er karlaliðið en Dash kvennaliðið. Bandarískir miðlar segja frá því að Harden eigi nú fimm prósenta hlut í félaginu.

Harden ætlar félaginu að gera stóra hluti í framtíðinni eins og sjá má í yfirlýsingu hans hér fyrir neðan.





Í viðali við heimasíðu Houston Dynamo þá sagði Harden að Houston borg sé hans heimili í dag og að þarna hafi hann séð tækifæri til að fjárfesta í sinni borg og nýta gott viðskiptatækifæri í leiðinni.

„Ég er búinn að vera aðdáandi liðsins í mörg ár og ég veit að það er mikill fótboltaáhugi í Houston. Þetta var því auðveld ákvöðrun fyrir mig þegar tækifærið bauðst,“ sagði James Harden.

Harden bætist í eignandahóp þar sem fyrir eru meirihlutaeigandinn Gabriel Brener, hnefaleikagoðsögnina Oscar De La Hoya, Ben Guill og Jake Silverstein svo einhverjir séu nefndir.

Harden skrifaði undir samning við Houston Rockets árið 2017 sem færði honum 228 milljón dollara fyrir sex ár eða meira 28,6 milljarða íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×