Íslenski boltinn

Cloé Lacasse gengin til liðs við Benfica

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Cloe Lacasse er farin til Portúgal
Cloe Lacasse er farin til Portúgal mynd/benfica

Cloé Lacasse hefur samið við portúgalska félagið Benfica og mun því yfirgefa ÍBV. Lacasse greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í dag.

Cloé hefur verið einn besti leikmaður efstu deildar hér á landi síðustu ár og hefur spilað með ÍBV frá því árið 2015. Hún á að baki 89 leiki með ÍBV þar sem hún hefur skorað 60 mörk.

ÍBV hefur ekki átt góðu gengi að fagna í sumar og er í fallbaráttu, í áttunda sæti með níu stig, tveimur stigum frá fallsæti.

Cloé er 26 ára og fædd og uppalin í Kanada en fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrr í sumar og er því gjaldgeng í íslenska landsliðið.

Hún gerir tveggja ára samning við Benfica, sem mun spila í úrvalsdeildinni í Portúgal á næsta tímabili eftir að hafa unnið B-deildina í vor.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.