Íslenski boltinn

Cloé Lacasse gengin til liðs við Benfica

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Cloe Lacasse er farin til Portúgal
Cloe Lacasse er farin til Portúgal mynd/benfica
Cloé Lacasse hefur samið við portúgalska félagið Benfica og mun því yfirgefa ÍBV. Lacasse greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í dag.

Cloé hefur verið einn besti leikmaður efstu deildar hér á landi síðustu ár og hefur spilað með ÍBV frá því árið 2015. Hún á að baki 89 leiki með ÍBV þar sem hún hefur skorað 60 mörk.

ÍBV hefur ekki átt góðu gengi að fagna í sumar og er í fallbaráttu, í áttunda sæti með níu stig, tveimur stigum frá fallsæti.

Cloé er 26 ára og fædd og uppalin í Kanada en fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrr í sumar og er því gjaldgeng í íslenska landsliðið.

Hún gerir tveggja ára samning við Benfica, sem mun spila í úrvalsdeildinni í Portúgal á næsta tímabili eftir að hafa unnið B-deildina í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×