Akstur undir áhrifum jókst mikið í júní Andri Eysteinsson skrifar 19. júlí 2019 13:30 Tölurnar má sjá í afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Gögn úr nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem birt var í gær, sýnir að skráðum brotum sem snúa að akstri undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa hefur fjölgað milli mánaða og einnig á milli ára.Skýrslan er gefin út mánaðarlega og sýnir tölfræði frá öllum fjórum löggæslusvæðum borgarinnar. Í skýrslunni sem gefin er út fyrir júnímánuð segir að samtals hafi verið skráð 328 brot þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum, 194 þeirra tengdust ávana- og fíkniefnum en 134 akstri undir áhrifum áfengis. Brotum fjölgaði um 31,7% milli mánaða en í maí voru skráð brot 249 talsins. Milli ára nemur fjölgunin 62 brotum sem nemur 23,3% aukningu. Þá er í skýrslunni borin saman tölfræði ársins við tölfræði fyrri ára. Tekinn er heildarfjöldi brota það sem af er ári og er borið saman við sama tímabil síðustu þriggja ára. Samtals hefur verið tilkynnt um 971 fíkniefnaakstursbrot á fyrstu sex mánuðum ársins og 584 ölvunarakstursmál. Um er að ræða 46% aukningu frá meðaltali síðustu ára sé litið til fíkniefnaaksturs en 18% aukning er á ölvunarakstri.Aukning frá fyrstu sex mánuðum 2016 er um 80% Fyrir þremur árum, 2016, höfðu á sama tíma ársins verið skráð 497 fíkniefnaaksturbrot og 368 ölvunarakstursbrot, samtals 865 brot. Aukningin frá því ári nemur því nærri 80%. Í fyrra, 2018 voru fíkniefnaakstursmál 795 talsins en ölvunarmál 579. Milli ára er aukningin því 13,1%. Stærstur hluti brotanna hafa verið skráð á löggæslusvæði 1 en svæði nær meðal annars yfir Miðborgina og Vesturbæ. Brotin voru í heildina 159 í júní og telst fjölgun mála á svæðinu vera mikil. Í maí voru brotin 104 og er aukningin því um 53%. Sjá má í skýrslu lögreglunnar að brotum sem þessum fjölgar á þrem af fjórum löggæslusvæðum höfuðborgarsvæðisins. Eina löggæslusvæðið þar sem brotunum hefur ekki fjölgað sé miðað við síðustu sex mánuði og síðasta ár er svæði 3, Breiðholt og Kópavogur. Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira
Gögn úr nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem birt var í gær, sýnir að skráðum brotum sem snúa að akstri undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa hefur fjölgað milli mánaða og einnig á milli ára.Skýrslan er gefin út mánaðarlega og sýnir tölfræði frá öllum fjórum löggæslusvæðum borgarinnar. Í skýrslunni sem gefin er út fyrir júnímánuð segir að samtals hafi verið skráð 328 brot þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum, 194 þeirra tengdust ávana- og fíkniefnum en 134 akstri undir áhrifum áfengis. Brotum fjölgaði um 31,7% milli mánaða en í maí voru skráð brot 249 talsins. Milli ára nemur fjölgunin 62 brotum sem nemur 23,3% aukningu. Þá er í skýrslunni borin saman tölfræði ársins við tölfræði fyrri ára. Tekinn er heildarfjöldi brota það sem af er ári og er borið saman við sama tímabil síðustu þriggja ára. Samtals hefur verið tilkynnt um 971 fíkniefnaakstursbrot á fyrstu sex mánuðum ársins og 584 ölvunarakstursmál. Um er að ræða 46% aukningu frá meðaltali síðustu ára sé litið til fíkniefnaaksturs en 18% aukning er á ölvunarakstri.Aukning frá fyrstu sex mánuðum 2016 er um 80% Fyrir þremur árum, 2016, höfðu á sama tíma ársins verið skráð 497 fíkniefnaaksturbrot og 368 ölvunarakstursbrot, samtals 865 brot. Aukningin frá því ári nemur því nærri 80%. Í fyrra, 2018 voru fíkniefnaakstursmál 795 talsins en ölvunarmál 579. Milli ára er aukningin því 13,1%. Stærstur hluti brotanna hafa verið skráð á löggæslusvæði 1 en svæði nær meðal annars yfir Miðborgina og Vesturbæ. Brotin voru í heildina 159 í júní og telst fjölgun mála á svæðinu vera mikil. Í maí voru brotin 104 og er aukningin því um 53%. Sjá má í skýrslu lögreglunnar að brotum sem þessum fjölgar á þrem af fjórum löggæslusvæðum höfuðborgarsvæðisins. Eina löggæslusvæðið þar sem brotunum hefur ekki fjölgað sé miðað við síðustu sex mánuði og síðasta ár er svæði 3, Breiðholt og Kópavogur.
Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira