Innlent

Eldur í áhaldaskúr við Tennishöllina í Kópavogi

Andri Eysteinsson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. vísir/sigurjón
Eldur kom upp í áhaldaskúr á vegum Kópavogsbæjar fyrir aftan Tennishöllina og líkamsræktina Sporthúsið í Kópavogi skömmu eftir klukkan þrjú í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er um að ræða 80-100 fermetra áhaldaskúr og barst Slökkviliði tilkynning skömmu eftir klukkan 15:00 og voru bílar umsvifalaust ræstir út.

Slökkviliðsmenn frá tveimur stöðvum voru kallaðir út og ekki er vitað af slysum á fólki sökum brunans.

Enn er unnið að slökkvistarfi.

Uppfært klukkan 16:29: Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er búið að slökkva eldinn en enn er unnið að því að tryggja að eldur komi ekki upp að nýju í skúrnum.

Eldurinn er í áhaldaskúr við Sporthúsið og Tennishöllina.Mynd/Aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×