Innlent

Baráttuviljinn nú harðari

Ari Brynjólfsson skrifar
Björn Snæbjörnsson hjá Starfsgreinasambandinu.
Björn Snæbjörnsson hjá Starfsgreinasambandinu. Fréttablaðið/Eyþór
Samtök íslenskra sveitar­félaga neita því að þeir lægst launuðu séu settir út í kuldann líkt og Starfsgreinasambandið og Efling halda fram.

Sveitarfélögin hafa þegar samið við nokkur einstök sambönd og stéttarfélög um að þeirra félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum fái greiddar 105.000 kr. þann 1. ágúst næstkomandi.

Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, segir ólíðandi sé að þær þúsundir félagsmanna SGS og Eflingar fái ekki greiðsluna. Muni þetta herða baráttuviljann í haust.

Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands sveitarfélaga, segir stéttarfélögin bera ábyrgð á því að félagsmenn þeirra fái ekki slíka greiðslu. „Það voru þeir sem vísuðu viðræðunum til Ríkissáttasemjara, þetta er ekki í okkar höndum lengur,“ segir Inga Rún. Næsti fundur hjá sáttasemjara verður haldinn í lok ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×