Sykurskatturinn sterkur gegn krabbameinum af völdum offitu Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2019 13:30 Samtökin fullyrða að þegar krabbamein í finnst í þörmum, nýrum, eggjastokkum og lifur séu meiri líkur á því að það megi rekja til offitu en annarra áhættuþátta, eins og reykinga. Vísir/getty Offita veldur nú fleiri tilvikum algengra krabbameina í Bretlandi en reykingar samkvæmt samtökunum Cancer Research UK. Tengsl krabbameins og offitu eru vel þekkt, til dæmis hér á landi, en næringarfræðingur segir sykurskatt geta verið sterka forvörn gegn krabbameinum, einkum tengdum offitu. Fjallað er um rannsókn samtakanna Cancer Research UK á vef BBC í dag. Samtökin fullyrða að þegar krabbamein í finnst í þörmum, nýrum, eggjastokkum og lifur séu meiri líkur á því að það megi rekja til offitu en annarra áhættuþátta eins og reykinga. Þá eigi milljónir Breta á hættu að fá krabbamein vegna ofþyngdar. Auglýsingaherferð samtakanna, þar sem vakin er athygli á þessu, hefur þó verið gagnrýnd fyrir að smána þá sem eru í yfirþyngd og þannig ýta undir fitufordóma. Samtökin leggja áherslu á að ætlunin sé ekki að skella skömminni á fólk í yfirþyngd.Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu.Bretar eru á meðal þeirra ríkja sem hafa innleitt sykurskatt til að ýta undir breytta neysluhegðun með það fyrir augum að draga úr offitu og öðrum lífstílstengdum sjúkdómum en sykurskatturinn var innleiddur í þar í landi árið 2018. Sykurskattur hefur verið til umræðu hér á landi undanfarnar vikur. Jóhanna Eyrún Torfadóttir næringarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands segir aukna líkamsþyngd staðfestan áhættuþátt 12 tegunda krabbameina, meðal annars í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli, líkt og fram kom í grein sem hún ritar ásamt þremur öðrum og birtist í Fréttablaðinu í gær. Jóhanna segir sykurskattinn geta komið til með að verða öflug forvörn í því samhengi. „Það er náttúrulega vel þekkt að verðstýring virkar. Bara það ef það er eitthvað tilboð, segjum að það séu tveir hamborgarar og tveir lítrar af gosi með, og þetta er ódýrt tilboð þá eru auðvitað fleiri sem kaupa svoleiðis tilboð. Þannig að verð hefur áhrif á hvað við verslum og ef við sjáum að eitthvað er mjög dýrt, þá auðvitað hikum við við að versla það eða kaupum það sjaldnar. Þannig að þetta er allavega ein leið til að hafa áhrif á neysluvenjur, það er verðið.“ Heilbrigðismál Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Ósammála um sykurskatt: Hugmyndin ákveðin uppgjöf og friðþæging Þingmennirnir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í morgun ásamt framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Ólafi Stephensen. 30. júní 2019 11:51 Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00 Ný áætlun gegn sykurneyslu gæti fækkað krabbameinum Sykurneysla, ekki síst í formi gosdrykkja, eykur líkur á þyngdaraukningu. Vaxandi tíðni offitu meðal fullorðinna Íslendinga undanfarna áratugi undirstrikar þörfina fyrir forvarnir studdar af stjórnvöldum. 2. júlí 2019 07:15 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Offita veldur nú fleiri tilvikum algengra krabbameina í Bretlandi en reykingar samkvæmt samtökunum Cancer Research UK. Tengsl krabbameins og offitu eru vel þekkt, til dæmis hér á landi, en næringarfræðingur segir sykurskatt geta verið sterka forvörn gegn krabbameinum, einkum tengdum offitu. Fjallað er um rannsókn samtakanna Cancer Research UK á vef BBC í dag. Samtökin fullyrða að þegar krabbamein í finnst í þörmum, nýrum, eggjastokkum og lifur séu meiri líkur á því að það megi rekja til offitu en annarra áhættuþátta eins og reykinga. Þá eigi milljónir Breta á hættu að fá krabbamein vegna ofþyngdar. Auglýsingaherferð samtakanna, þar sem vakin er athygli á þessu, hefur þó verið gagnrýnd fyrir að smána þá sem eru í yfirþyngd og þannig ýta undir fitufordóma. Samtökin leggja áherslu á að ætlunin sé ekki að skella skömminni á fólk í yfirþyngd.Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu.Bretar eru á meðal þeirra ríkja sem hafa innleitt sykurskatt til að ýta undir breytta neysluhegðun með það fyrir augum að draga úr offitu og öðrum lífstílstengdum sjúkdómum en sykurskatturinn var innleiddur í þar í landi árið 2018. Sykurskattur hefur verið til umræðu hér á landi undanfarnar vikur. Jóhanna Eyrún Torfadóttir næringarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands segir aukna líkamsþyngd staðfestan áhættuþátt 12 tegunda krabbameina, meðal annars í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli, líkt og fram kom í grein sem hún ritar ásamt þremur öðrum og birtist í Fréttablaðinu í gær. Jóhanna segir sykurskattinn geta komið til með að verða öflug forvörn í því samhengi. „Það er náttúrulega vel þekkt að verðstýring virkar. Bara það ef það er eitthvað tilboð, segjum að það séu tveir hamborgarar og tveir lítrar af gosi með, og þetta er ódýrt tilboð þá eru auðvitað fleiri sem kaupa svoleiðis tilboð. Þannig að verð hefur áhrif á hvað við verslum og ef við sjáum að eitthvað er mjög dýrt, þá auðvitað hikum við við að versla það eða kaupum það sjaldnar. Þannig að þetta er allavega ein leið til að hafa áhrif á neysluvenjur, það er verðið.“
Heilbrigðismál Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Ósammála um sykurskatt: Hugmyndin ákveðin uppgjöf og friðþæging Þingmennirnir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í morgun ásamt framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Ólafi Stephensen. 30. júní 2019 11:51 Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00 Ný áætlun gegn sykurneyslu gæti fækkað krabbameinum Sykurneysla, ekki síst í formi gosdrykkja, eykur líkur á þyngdaraukningu. Vaxandi tíðni offitu meðal fullorðinna Íslendinga undanfarna áratugi undirstrikar þörfina fyrir forvarnir studdar af stjórnvöldum. 2. júlí 2019 07:15 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Ósammála um sykurskatt: Hugmyndin ákveðin uppgjöf og friðþæging Þingmennirnir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í morgun ásamt framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Ólafi Stephensen. 30. júní 2019 11:51
Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00
Ný áætlun gegn sykurneyslu gæti fækkað krabbameinum Sykurneysla, ekki síst í formi gosdrykkja, eykur líkur á þyngdaraukningu. Vaxandi tíðni offitu meðal fullorðinna Íslendinga undanfarna áratugi undirstrikar þörfina fyrir forvarnir studdar af stjórnvöldum. 2. júlí 2019 07:15