Erlent

Fjallgöngumaður lést í eldgosi á ítölsku eyjunni Stromboli

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Öskuský liggur yfir eyjunni.
Öskuský liggur yfir eyjunni. ANSA/AP
Einn er látinn og nokkrir hafa slasast í eldgosi sem er hafið á eyjunni Stromboli á Ítalíu. Hinn látni er 35 ára karlmaður frá Sikiley og var hann í fjallgöngu ásamt brasilískum vini sínum.

Ítalski sjóherinn er í viðbragðsstöðu svo koma megi fólki til bjargar en eyjan er vinsæll ferðamannastaður og þar búa um 500 manns. Nú þegar hafa 70 manns flúið eyjuna. 

Eldfjallið er eitt virkasta eldfjall jarðar og hefur gosið reglulega síðan árið 1932. Síðasta stóra eldgosið varð árið 2002.

Slökkviliðsmenn berjast nú við eld sem brotist hefur út og að sögn sjónarvotta má sjá öskuský sem liggur yfir eyjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×