Ráðning Ragnheiðar staðfest Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2019 12:09 Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra. Reykjavíkurborg Ragnheiður Elín Árnadóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í Reykjavík 2020. Alls sóttu 45 um starfið en sjö drógu síðar umsóknir sínar til baka. Hlutverk verkefnastjóra er að vinna að undirbúningi hátíðarinnar í samráði við stjórn verkefnisins og Evrópsku kvikmyndaakademíuna. Greint er frá á vef Reykjavíkurborgar en fleiri verkefnastjórar verða ráðnir þegar nær dregur hátíðinni. Helstu verkefni sem eru framundan er að leiða saman samstarfsaðila, halda utan um samningagerð, afla styrkja, og vinna drög að styrktar- og kynningarstefnu verkefnisins. „Það var mat stjórnar að Ragnheiður Elín uppfyllti best þær hlutlægu og huglægu kröfur sem settar voru fram í starfslýsingu. Verkefnastjóri vinnur samkvæmt fyrirliggjandi verkefna- og fjárhagsáætlun og ber ábyrgð gagnvart stjórn verkefnisins.“ Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Ragnheiður hefði verið metin hæfust umsækjenda. Ragnheiður Elín er með MS-próf í alþjóðasamskiptum frá Georgetown University í Bandaríkjunum og BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún er fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra og hefur fjölþætta reynslu af skipulagningu og stjórnun viðamikilla verkefna, bæði hér heima og erlendis, að því er segir í tilkynningunni frá borginni. Hún þekki vel til stjórnsýslu kvikmyndamála og málefna ferðaþjónustunnar sem fyrrverandi ráðherra. Hún hafði yfirumsjón með þátttöku Íslands í Heimssýningunni í Lissabon í starfi sínu hjá Útflutningsráði á sínum tíma og hafi frá því hún lét af störfum sem ráðherra sinnt ýmsum alþjóðatengdum verkefnum. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin (EFA) verða veitt í Hörpu í desember 2020 og er húsið forsenda þess að hægt sé að halda viðburð sem þennan á Íslandi. Verkefnið er viðamikið samstarfsverkefni ríkis og borgar en í stjórn þess eru: Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, sem jafnframt er formaður stjórnar fyrri hluta starfstímans er fulltrúi ráðuneytisins tekur við formennsku, Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti, Marta Guðrún Skúladóttir, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti, Huld Ingimarsdóttir, skrifstofustjóri fjármála og rekstrar hjá menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Sigurjóna Sverrisdóttir, tilvonandi framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík. Hátíðin er haldin annað hvert ár í Berlín en þess á milli til skiptis í öðrum borgum Evrópu. Hátíðin og hliðarviðburðir henni tengdir munu laða að sér fjölmarga erlenda gesti og er vonast til þess að hún stuðli að öflugri kynningu og markaðssetningu á Íslandi og Reykjavík sem áfangastað og tökustað fyrir kvikmyndir. Tímasetning hátíðarinnar hentar vel en desember er yfirleitt sá mánuður þar sem líklegt er að slíkir viðburðir hafi hvað jákvæðust áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf auk þess sem margvísleg mikilvæg tækifæri gefast til þess að vekja athygli á íslenskri menningu, segir á vef borgarinnar. Bíó og sjónvarp Menning Reykjavík Vistaskipti Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Fyrrum ráðherra talinn hæfastur Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er metin hæfust umsækjenda um starf verkefnastjóra Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna (EFA). 4. júlí 2019 06:15 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í Reykjavík 2020. Alls sóttu 45 um starfið en sjö drógu síðar umsóknir sínar til baka. Hlutverk verkefnastjóra er að vinna að undirbúningi hátíðarinnar í samráði við stjórn verkefnisins og Evrópsku kvikmyndaakademíuna. Greint er frá á vef Reykjavíkurborgar en fleiri verkefnastjórar verða ráðnir þegar nær dregur hátíðinni. Helstu verkefni sem eru framundan er að leiða saman samstarfsaðila, halda utan um samningagerð, afla styrkja, og vinna drög að styrktar- og kynningarstefnu verkefnisins. „Það var mat stjórnar að Ragnheiður Elín uppfyllti best þær hlutlægu og huglægu kröfur sem settar voru fram í starfslýsingu. Verkefnastjóri vinnur samkvæmt fyrirliggjandi verkefna- og fjárhagsáætlun og ber ábyrgð gagnvart stjórn verkefnisins.“ Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Ragnheiður hefði verið metin hæfust umsækjenda. Ragnheiður Elín er með MS-próf í alþjóðasamskiptum frá Georgetown University í Bandaríkjunum og BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún er fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra og hefur fjölþætta reynslu af skipulagningu og stjórnun viðamikilla verkefna, bæði hér heima og erlendis, að því er segir í tilkynningunni frá borginni. Hún þekki vel til stjórnsýslu kvikmyndamála og málefna ferðaþjónustunnar sem fyrrverandi ráðherra. Hún hafði yfirumsjón með þátttöku Íslands í Heimssýningunni í Lissabon í starfi sínu hjá Útflutningsráði á sínum tíma og hafi frá því hún lét af störfum sem ráðherra sinnt ýmsum alþjóðatengdum verkefnum. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin (EFA) verða veitt í Hörpu í desember 2020 og er húsið forsenda þess að hægt sé að halda viðburð sem þennan á Íslandi. Verkefnið er viðamikið samstarfsverkefni ríkis og borgar en í stjórn þess eru: Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, sem jafnframt er formaður stjórnar fyrri hluta starfstímans er fulltrúi ráðuneytisins tekur við formennsku, Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti, Marta Guðrún Skúladóttir, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti, Huld Ingimarsdóttir, skrifstofustjóri fjármála og rekstrar hjá menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Sigurjóna Sverrisdóttir, tilvonandi framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík. Hátíðin er haldin annað hvert ár í Berlín en þess á milli til skiptis í öðrum borgum Evrópu. Hátíðin og hliðarviðburðir henni tengdir munu laða að sér fjölmarga erlenda gesti og er vonast til þess að hún stuðli að öflugri kynningu og markaðssetningu á Íslandi og Reykjavík sem áfangastað og tökustað fyrir kvikmyndir. Tímasetning hátíðarinnar hentar vel en desember er yfirleitt sá mánuður þar sem líklegt er að slíkir viðburðir hafi hvað jákvæðust áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf auk þess sem margvísleg mikilvæg tækifæri gefast til þess að vekja athygli á íslenskri menningu, segir á vef borgarinnar.
Bíó og sjónvarp Menning Reykjavík Vistaskipti Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Fyrrum ráðherra talinn hæfastur Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er metin hæfust umsækjenda um starf verkefnastjóra Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna (EFA). 4. júlí 2019 06:15 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Fyrrum ráðherra talinn hæfastur Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er metin hæfust umsækjenda um starf verkefnastjóra Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna (EFA). 4. júlí 2019 06:15