Ráðning Ragnheiðar staðfest Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2019 12:09 Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra. Reykjavíkurborg Ragnheiður Elín Árnadóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í Reykjavík 2020. Alls sóttu 45 um starfið en sjö drógu síðar umsóknir sínar til baka. Hlutverk verkefnastjóra er að vinna að undirbúningi hátíðarinnar í samráði við stjórn verkefnisins og Evrópsku kvikmyndaakademíuna. Greint er frá á vef Reykjavíkurborgar en fleiri verkefnastjórar verða ráðnir þegar nær dregur hátíðinni. Helstu verkefni sem eru framundan er að leiða saman samstarfsaðila, halda utan um samningagerð, afla styrkja, og vinna drög að styrktar- og kynningarstefnu verkefnisins. „Það var mat stjórnar að Ragnheiður Elín uppfyllti best þær hlutlægu og huglægu kröfur sem settar voru fram í starfslýsingu. Verkefnastjóri vinnur samkvæmt fyrirliggjandi verkefna- og fjárhagsáætlun og ber ábyrgð gagnvart stjórn verkefnisins.“ Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Ragnheiður hefði verið metin hæfust umsækjenda. Ragnheiður Elín er með MS-próf í alþjóðasamskiptum frá Georgetown University í Bandaríkjunum og BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún er fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra og hefur fjölþætta reynslu af skipulagningu og stjórnun viðamikilla verkefna, bæði hér heima og erlendis, að því er segir í tilkynningunni frá borginni. Hún þekki vel til stjórnsýslu kvikmyndamála og málefna ferðaþjónustunnar sem fyrrverandi ráðherra. Hún hafði yfirumsjón með þátttöku Íslands í Heimssýningunni í Lissabon í starfi sínu hjá Útflutningsráði á sínum tíma og hafi frá því hún lét af störfum sem ráðherra sinnt ýmsum alþjóðatengdum verkefnum. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin (EFA) verða veitt í Hörpu í desember 2020 og er húsið forsenda þess að hægt sé að halda viðburð sem þennan á Íslandi. Verkefnið er viðamikið samstarfsverkefni ríkis og borgar en í stjórn þess eru: Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, sem jafnframt er formaður stjórnar fyrri hluta starfstímans er fulltrúi ráðuneytisins tekur við formennsku, Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti, Marta Guðrún Skúladóttir, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti, Huld Ingimarsdóttir, skrifstofustjóri fjármála og rekstrar hjá menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Sigurjóna Sverrisdóttir, tilvonandi framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík. Hátíðin er haldin annað hvert ár í Berlín en þess á milli til skiptis í öðrum borgum Evrópu. Hátíðin og hliðarviðburðir henni tengdir munu laða að sér fjölmarga erlenda gesti og er vonast til þess að hún stuðli að öflugri kynningu og markaðssetningu á Íslandi og Reykjavík sem áfangastað og tökustað fyrir kvikmyndir. Tímasetning hátíðarinnar hentar vel en desember er yfirleitt sá mánuður þar sem líklegt er að slíkir viðburðir hafi hvað jákvæðust áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf auk þess sem margvísleg mikilvæg tækifæri gefast til þess að vekja athygli á íslenskri menningu, segir á vef borgarinnar. Bíó og sjónvarp Menning Reykjavík Vistaskipti Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Fyrrum ráðherra talinn hæfastur Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er metin hæfust umsækjenda um starf verkefnastjóra Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna (EFA). 4. júlí 2019 06:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í Reykjavík 2020. Alls sóttu 45 um starfið en sjö drógu síðar umsóknir sínar til baka. Hlutverk verkefnastjóra er að vinna að undirbúningi hátíðarinnar í samráði við stjórn verkefnisins og Evrópsku kvikmyndaakademíuna. Greint er frá á vef Reykjavíkurborgar en fleiri verkefnastjórar verða ráðnir þegar nær dregur hátíðinni. Helstu verkefni sem eru framundan er að leiða saman samstarfsaðila, halda utan um samningagerð, afla styrkja, og vinna drög að styrktar- og kynningarstefnu verkefnisins. „Það var mat stjórnar að Ragnheiður Elín uppfyllti best þær hlutlægu og huglægu kröfur sem settar voru fram í starfslýsingu. Verkefnastjóri vinnur samkvæmt fyrirliggjandi verkefna- og fjárhagsáætlun og ber ábyrgð gagnvart stjórn verkefnisins.“ Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Ragnheiður hefði verið metin hæfust umsækjenda. Ragnheiður Elín er með MS-próf í alþjóðasamskiptum frá Georgetown University í Bandaríkjunum og BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún er fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra og hefur fjölþætta reynslu af skipulagningu og stjórnun viðamikilla verkefna, bæði hér heima og erlendis, að því er segir í tilkynningunni frá borginni. Hún þekki vel til stjórnsýslu kvikmyndamála og málefna ferðaþjónustunnar sem fyrrverandi ráðherra. Hún hafði yfirumsjón með þátttöku Íslands í Heimssýningunni í Lissabon í starfi sínu hjá Útflutningsráði á sínum tíma og hafi frá því hún lét af störfum sem ráðherra sinnt ýmsum alþjóðatengdum verkefnum. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin (EFA) verða veitt í Hörpu í desember 2020 og er húsið forsenda þess að hægt sé að halda viðburð sem þennan á Íslandi. Verkefnið er viðamikið samstarfsverkefni ríkis og borgar en í stjórn þess eru: Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, sem jafnframt er formaður stjórnar fyrri hluta starfstímans er fulltrúi ráðuneytisins tekur við formennsku, Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti, Marta Guðrún Skúladóttir, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti, Huld Ingimarsdóttir, skrifstofustjóri fjármála og rekstrar hjá menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Sigurjóna Sverrisdóttir, tilvonandi framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík. Hátíðin er haldin annað hvert ár í Berlín en þess á milli til skiptis í öðrum borgum Evrópu. Hátíðin og hliðarviðburðir henni tengdir munu laða að sér fjölmarga erlenda gesti og er vonast til þess að hún stuðli að öflugri kynningu og markaðssetningu á Íslandi og Reykjavík sem áfangastað og tökustað fyrir kvikmyndir. Tímasetning hátíðarinnar hentar vel en desember er yfirleitt sá mánuður þar sem líklegt er að slíkir viðburðir hafi hvað jákvæðust áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf auk þess sem margvísleg mikilvæg tækifæri gefast til þess að vekja athygli á íslenskri menningu, segir á vef borgarinnar.
Bíó og sjónvarp Menning Reykjavík Vistaskipti Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Fyrrum ráðherra talinn hæfastur Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er metin hæfust umsækjenda um starf verkefnastjóra Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna (EFA). 4. júlí 2019 06:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Fyrrum ráðherra talinn hæfastur Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er metin hæfust umsækjenda um starf verkefnastjóra Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna (EFA). 4. júlí 2019 06:15