Innlent

Formaður félags framhaldsskólakennara ráðin skólameistari MK

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðríður Arnardóttir, formaður félags framhaldsskólakennara.
Guðríður Arnardóttir, formaður félags framhaldsskólakennara.

Guðríður Eldey Arnardóttir hefur verið skipuð skólameistari Menntaskólans í Kópavogi. Að fenginni umsögn skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi hefur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ákveðið að skipa Guðríði í embættið en skipað er til fimm ára frá og með 1. ágúst 2019. Níu umsóknir bárust um stöðuna að því er segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Guðríður lauk B.Sc. prófi í jarðfræði frá Háskóla Íslands 1995 og uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda frá sama skóla árið 1997. Hún lauk diplómanámi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002 og diplómagráðu á meistarastigi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands árið 2015. Guðríður hefur auk þess lokið grunn- og framhaldsnámskeiðum í samningatækni frá Harvard háskóla. Hún hefur starfað sem kennari á grunn- og framhaldsskólastigi, og einnig sem hugbúnaðarsérfræðingur, veðurfréttamaður og markaðsstjóri.

Guðríður hefur verið formaður og framkvæmdastjóri Félags framhaldsskólakennara frá árinu 2014 og er fulltrúi Íslands í ETUCE, evrópusamtökum kennarafélaga. Þá var hún bæjarfulltrúi í Kópavogi árin 2006-2014 og formaður bæjarráðs Kópavogs 2010-2012. Hún var auk þess varaformaður stjórnar og fulltrúi í kjaranefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga 2010-2014 og fulltrúi Íslands í samráðsvettvangi sveitarstjórnarfólks á vegum Evrópuráðsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.