Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2019 21:48 Arnar Felix Einarsson, ferðaþjónustubóndi á Skeiðflöt. Stöð 2/Einar Árnason. Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er raunar sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli, sem er búið að opna í Mýrdal, og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Á túninu á bænum Skeiðflöt er búið að reisa tólf tjöld en þegar ferðaþjónustubóndinn Arnar Felix Einarsson sýnir okkur inn sjáum við að gistingin er líkari því sem menn eiga að venjast á hótelherbergi, - hér eru engar venjulegar tjalddýnur.Umhverfið er stórbrotið. Mýrdalsjökull í baksýn.Vísir/Vilhelm.„Þetta eru bara alvöru hótelrúm hérna, hóteldýnur. Og hérna er allt til alls. Það er hiti í dýnunni þannig að fólki verður ekkert kalt hérna. Það er rafmagn og fólk getur verið að hlaða símana. Og það eru ullarteppi og sængur og hér kvartar enginn raun og veru yfir nokkru,“ segir Arnar. Ásamt eiginkonu sinni, Örnu Björgu Arnarsdóttur, og foreldrum sínum, Eyrúnu Felixdóttur og Einari K. Haukssyni, hóf Arnar gistirekstur á Skeiðflöt fyrir fjórum árum en þau byrjuðu með tjöldin í fyrrasumar.Séð inn í eitt tjaldanna. Þarna eru náttborð, lampi og rafmagnsinnstungur, auk þess sem hiti er í dýnunum.Stöð 2/Einar Árnason.Hér er líka boðið upp á fjögurra rúma fjölskyldutjald með parketgólfi, sem Arnar kallar „deluxe“-tjaldið. Ekki eru salerni í tjöldunum, baðherbergi með sturtum eru í nærliggjandi þjónustubyggingu. Tjaldhótel eru þekkt víða erlendis en hér sjást varla Íslendingar. Þetta eru aðallega erlendir ferðamenn sem velja þetta gistiform á Skeiðflöt, segir hann.Séð yfir jörðina Skeiðflöt í Mýrdal.Vísir/Vilhelm.Og þegar spurt er hvort tjöldin haldi í sunnlenskum rigningum segir Arnar að þau hafi sannað sig í rigningarsumrinu mikla í fyrra. „Og ekki dropi hér í gegn,“ segir hann. Hér má sjá inn í tjaldhótelið: Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Víkingaheimur, torfbæir og brimbrettaævintýri í Startup Tourism Tíu fyrirtæki hafa verið valin til þáttöku í Startup Tourism, tíu vikna viðskiptahraðli á sviði ferðaþjónustu, sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. 28. desember 2017 13:05 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er raunar sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli, sem er búið að opna í Mýrdal, og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Á túninu á bænum Skeiðflöt er búið að reisa tólf tjöld en þegar ferðaþjónustubóndinn Arnar Felix Einarsson sýnir okkur inn sjáum við að gistingin er líkari því sem menn eiga að venjast á hótelherbergi, - hér eru engar venjulegar tjalddýnur.Umhverfið er stórbrotið. Mýrdalsjökull í baksýn.Vísir/Vilhelm.„Þetta eru bara alvöru hótelrúm hérna, hóteldýnur. Og hérna er allt til alls. Það er hiti í dýnunni þannig að fólki verður ekkert kalt hérna. Það er rafmagn og fólk getur verið að hlaða símana. Og það eru ullarteppi og sængur og hér kvartar enginn raun og veru yfir nokkru,“ segir Arnar. Ásamt eiginkonu sinni, Örnu Björgu Arnarsdóttur, og foreldrum sínum, Eyrúnu Felixdóttur og Einari K. Haukssyni, hóf Arnar gistirekstur á Skeiðflöt fyrir fjórum árum en þau byrjuðu með tjöldin í fyrrasumar.Séð inn í eitt tjaldanna. Þarna eru náttborð, lampi og rafmagnsinnstungur, auk þess sem hiti er í dýnunum.Stöð 2/Einar Árnason.Hér er líka boðið upp á fjögurra rúma fjölskyldutjald með parketgólfi, sem Arnar kallar „deluxe“-tjaldið. Ekki eru salerni í tjöldunum, baðherbergi með sturtum eru í nærliggjandi þjónustubyggingu. Tjaldhótel eru þekkt víða erlendis en hér sjást varla Íslendingar. Þetta eru aðallega erlendir ferðamenn sem velja þetta gistiform á Skeiðflöt, segir hann.Séð yfir jörðina Skeiðflöt í Mýrdal.Vísir/Vilhelm.Og þegar spurt er hvort tjöldin haldi í sunnlenskum rigningum segir Arnar að þau hafi sannað sig í rigningarsumrinu mikla í fyrra. „Og ekki dropi hér í gegn,“ segir hann. Hér má sjá inn í tjaldhótelið:
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Víkingaheimur, torfbæir og brimbrettaævintýri í Startup Tourism Tíu fyrirtæki hafa verið valin til þáttöku í Startup Tourism, tíu vikna viðskiptahraðli á sviði ferðaþjónustu, sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. 28. desember 2017 13:05 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Víkingaheimur, torfbæir og brimbrettaævintýri í Startup Tourism Tíu fyrirtæki hafa verið valin til þáttöku í Startup Tourism, tíu vikna viðskiptahraðli á sviði ferðaþjónustu, sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. 28. desember 2017 13:05