Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2019 21:48 Arnar Felix Einarsson, ferðaþjónustubóndi á Skeiðflöt. Stöð 2/Einar Árnason. Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er raunar sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli, sem er búið að opna í Mýrdal, og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Á túninu á bænum Skeiðflöt er búið að reisa tólf tjöld en þegar ferðaþjónustubóndinn Arnar Felix Einarsson sýnir okkur inn sjáum við að gistingin er líkari því sem menn eiga að venjast á hótelherbergi, - hér eru engar venjulegar tjalddýnur.Umhverfið er stórbrotið. Mýrdalsjökull í baksýn.Vísir/Vilhelm.„Þetta eru bara alvöru hótelrúm hérna, hóteldýnur. Og hérna er allt til alls. Það er hiti í dýnunni þannig að fólki verður ekkert kalt hérna. Það er rafmagn og fólk getur verið að hlaða símana. Og það eru ullarteppi og sængur og hér kvartar enginn raun og veru yfir nokkru,“ segir Arnar. Ásamt eiginkonu sinni, Örnu Björgu Arnarsdóttur, og foreldrum sínum, Eyrúnu Felixdóttur og Einari K. Haukssyni, hóf Arnar gistirekstur á Skeiðflöt fyrir fjórum árum en þau byrjuðu með tjöldin í fyrrasumar.Séð inn í eitt tjaldanna. Þarna eru náttborð, lampi og rafmagnsinnstungur, auk þess sem hiti er í dýnunum.Stöð 2/Einar Árnason.Hér er líka boðið upp á fjögurra rúma fjölskyldutjald með parketgólfi, sem Arnar kallar „deluxe“-tjaldið. Ekki eru salerni í tjöldunum, baðherbergi með sturtum eru í nærliggjandi þjónustubyggingu. Tjaldhótel eru þekkt víða erlendis en hér sjást varla Íslendingar. Þetta eru aðallega erlendir ferðamenn sem velja þetta gistiform á Skeiðflöt, segir hann.Séð yfir jörðina Skeiðflöt í Mýrdal.Vísir/Vilhelm.Og þegar spurt er hvort tjöldin haldi í sunnlenskum rigningum segir Arnar að þau hafi sannað sig í rigningarsumrinu mikla í fyrra. „Og ekki dropi hér í gegn,“ segir hann. Hér má sjá inn í tjaldhótelið: Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Víkingaheimur, torfbæir og brimbrettaævintýri í Startup Tourism Tíu fyrirtæki hafa verið valin til þáttöku í Startup Tourism, tíu vikna viðskiptahraðli á sviði ferðaþjónustu, sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. 28. desember 2017 13:05 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er raunar sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli, sem er búið að opna í Mýrdal, og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Á túninu á bænum Skeiðflöt er búið að reisa tólf tjöld en þegar ferðaþjónustubóndinn Arnar Felix Einarsson sýnir okkur inn sjáum við að gistingin er líkari því sem menn eiga að venjast á hótelherbergi, - hér eru engar venjulegar tjalddýnur.Umhverfið er stórbrotið. Mýrdalsjökull í baksýn.Vísir/Vilhelm.„Þetta eru bara alvöru hótelrúm hérna, hóteldýnur. Og hérna er allt til alls. Það er hiti í dýnunni þannig að fólki verður ekkert kalt hérna. Það er rafmagn og fólk getur verið að hlaða símana. Og það eru ullarteppi og sængur og hér kvartar enginn raun og veru yfir nokkru,“ segir Arnar. Ásamt eiginkonu sinni, Örnu Björgu Arnarsdóttur, og foreldrum sínum, Eyrúnu Felixdóttur og Einari K. Haukssyni, hóf Arnar gistirekstur á Skeiðflöt fyrir fjórum árum en þau byrjuðu með tjöldin í fyrrasumar.Séð inn í eitt tjaldanna. Þarna eru náttborð, lampi og rafmagnsinnstungur, auk þess sem hiti er í dýnunum.Stöð 2/Einar Árnason.Hér er líka boðið upp á fjögurra rúma fjölskyldutjald með parketgólfi, sem Arnar kallar „deluxe“-tjaldið. Ekki eru salerni í tjöldunum, baðherbergi með sturtum eru í nærliggjandi þjónustubyggingu. Tjaldhótel eru þekkt víða erlendis en hér sjást varla Íslendingar. Þetta eru aðallega erlendir ferðamenn sem velja þetta gistiform á Skeiðflöt, segir hann.Séð yfir jörðina Skeiðflöt í Mýrdal.Vísir/Vilhelm.Og þegar spurt er hvort tjöldin haldi í sunnlenskum rigningum segir Arnar að þau hafi sannað sig í rigningarsumrinu mikla í fyrra. „Og ekki dropi hér í gegn,“ segir hann. Hér má sjá inn í tjaldhótelið:
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Víkingaheimur, torfbæir og brimbrettaævintýri í Startup Tourism Tíu fyrirtæki hafa verið valin til þáttöku í Startup Tourism, tíu vikna viðskiptahraðli á sviði ferðaþjónustu, sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. 28. desember 2017 13:05 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Víkingaheimur, torfbæir og brimbrettaævintýri í Startup Tourism Tíu fyrirtæki hafa verið valin til þáttöku í Startup Tourism, tíu vikna viðskiptahraðli á sviði ferðaþjónustu, sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. 28. desember 2017 13:05