Ensku landsliðskonurnar vinsælli en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2019 09:00 Ellen White fagnar marki sínu á móti bandaríska landsliðinu með liðsfélögunum úr enska landsliðinu. Getty/Craig Merce Það er óhætt að segja að enska þjóðin hafi verið að fylgjast með þegar enska kvennalandsliðið reyndi að stöðva sigurgöngu bandarísku heimsmeistaranna í undanúrslitum HM kvenna í fótbolta í vikunni. Enska landsliðið fékk þar kjörið tækifæri til að jafna leikinn og koma sér í framlengingu en fyrirliði liðsins lét verja frá sér vítaspyrnu í lok leiksins. Bandaríkin vann 2-1 og mætir Hollandi í úrslitaleik HM á sunnudaginn. Leikurinn milli Bandaríkjanna og Englands var frábær skemmtun og áhorfstölurnar í ensku sjónvarpi hafa líka vakið mikla athygli.More than we could possibly have imagined a month ago: 11.7 MILLION viewers for the @Lionesses game last night, an astonishing 50.8% share of audience and the most watched TV programme of the year so far Champions League final on BT had 11.3m #FIFAWWCpic.twitter.com/71OwEztsl8 — Rebecca Myers (@rebeccacmyers) July 3, 2019Alls voru 11,7 milljónir sem horfðu á undanúrslitaleik Englands og Bandaríkjanna eða 50,8 prósent þeirra sem voru að horfa á sjónvarpið í landinu. Það sem gerir þessar tölur hins vegar enn athyglisverðari er að þetta er betra áhorf en á úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1. júní síðastliðinn. Við erum þar að tala um England en tvö ensk félög, Liverpool og Tottenham, mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ár. „Bara“ 11.3 milljónir horfðu á Liverpool vinna 2-0 sigur á Tottenham í Madrid. Það verður líka athyglisvert að sjá hvort þessi áhugi á enska kvennalandsliðinu skili sér inn í enska kvennaboltann og að enska úrvalsdeildin hjá konunum fari nú að trekkja að sér bestu knattspyrnukonur heims. Næsta Evrópumót kvenna fer einmitt fram í Englandi eftir tvö ár og þar stefna íslensku landsliðskonurnar á að vera með. Hver veit nema einhverjar þeirra verði þá líka farnar að spila í ensku úrvalsdeildinni. Rakel Hönnudóttir spilaði með Reading í vetur og vonandi bætast einhverja í hópinn fari enska deildin á flug. Enski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Sjá meira
Það er óhætt að segja að enska þjóðin hafi verið að fylgjast með þegar enska kvennalandsliðið reyndi að stöðva sigurgöngu bandarísku heimsmeistaranna í undanúrslitum HM kvenna í fótbolta í vikunni. Enska landsliðið fékk þar kjörið tækifæri til að jafna leikinn og koma sér í framlengingu en fyrirliði liðsins lét verja frá sér vítaspyrnu í lok leiksins. Bandaríkin vann 2-1 og mætir Hollandi í úrslitaleik HM á sunnudaginn. Leikurinn milli Bandaríkjanna og Englands var frábær skemmtun og áhorfstölurnar í ensku sjónvarpi hafa líka vakið mikla athygli.More than we could possibly have imagined a month ago: 11.7 MILLION viewers for the @Lionesses game last night, an astonishing 50.8% share of audience and the most watched TV programme of the year so far Champions League final on BT had 11.3m #FIFAWWCpic.twitter.com/71OwEztsl8 — Rebecca Myers (@rebeccacmyers) July 3, 2019Alls voru 11,7 milljónir sem horfðu á undanúrslitaleik Englands og Bandaríkjanna eða 50,8 prósent þeirra sem voru að horfa á sjónvarpið í landinu. Það sem gerir þessar tölur hins vegar enn athyglisverðari er að þetta er betra áhorf en á úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1. júní síðastliðinn. Við erum þar að tala um England en tvö ensk félög, Liverpool og Tottenham, mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ár. „Bara“ 11.3 milljónir horfðu á Liverpool vinna 2-0 sigur á Tottenham í Madrid. Það verður líka athyglisvert að sjá hvort þessi áhugi á enska kvennalandsliðinu skili sér inn í enska kvennaboltann og að enska úrvalsdeildin hjá konunum fari nú að trekkja að sér bestu knattspyrnukonur heims. Næsta Evrópumót kvenna fer einmitt fram í Englandi eftir tvö ár og þar stefna íslensku landsliðskonurnar á að vera með. Hver veit nema einhverjar þeirra verði þá líka farnar að spila í ensku úrvalsdeildinni. Rakel Hönnudóttir spilaði með Reading í vetur og vonandi bætast einhverja í hópinn fari enska deildin á flug.
Enski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Sjá meira