Ensku landsliðskonurnar vinsælli en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2019 09:00 Ellen White fagnar marki sínu á móti bandaríska landsliðinu með liðsfélögunum úr enska landsliðinu. Getty/Craig Merce Það er óhætt að segja að enska þjóðin hafi verið að fylgjast með þegar enska kvennalandsliðið reyndi að stöðva sigurgöngu bandarísku heimsmeistaranna í undanúrslitum HM kvenna í fótbolta í vikunni. Enska landsliðið fékk þar kjörið tækifæri til að jafna leikinn og koma sér í framlengingu en fyrirliði liðsins lét verja frá sér vítaspyrnu í lok leiksins. Bandaríkin vann 2-1 og mætir Hollandi í úrslitaleik HM á sunnudaginn. Leikurinn milli Bandaríkjanna og Englands var frábær skemmtun og áhorfstölurnar í ensku sjónvarpi hafa líka vakið mikla athygli.More than we could possibly have imagined a month ago: 11.7 MILLION viewers for the @Lionesses game last night, an astonishing 50.8% share of audience and the most watched TV programme of the year so far Champions League final on BT had 11.3m #FIFAWWCpic.twitter.com/71OwEztsl8 — Rebecca Myers (@rebeccacmyers) July 3, 2019Alls voru 11,7 milljónir sem horfðu á undanúrslitaleik Englands og Bandaríkjanna eða 50,8 prósent þeirra sem voru að horfa á sjónvarpið í landinu. Það sem gerir þessar tölur hins vegar enn athyglisverðari er að þetta er betra áhorf en á úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1. júní síðastliðinn. Við erum þar að tala um England en tvö ensk félög, Liverpool og Tottenham, mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ár. „Bara“ 11.3 milljónir horfðu á Liverpool vinna 2-0 sigur á Tottenham í Madrid. Það verður líka athyglisvert að sjá hvort þessi áhugi á enska kvennalandsliðinu skili sér inn í enska kvennaboltann og að enska úrvalsdeildin hjá konunum fari nú að trekkja að sér bestu knattspyrnukonur heims. Næsta Evrópumót kvenna fer einmitt fram í Englandi eftir tvö ár og þar stefna íslensku landsliðskonurnar á að vera með. Hver veit nema einhverjar þeirra verði þá líka farnar að spila í ensku úrvalsdeildinni. Rakel Hönnudóttir spilaði með Reading í vetur og vonandi bætast einhverja í hópinn fari enska deildin á flug. Enski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Það er óhætt að segja að enska þjóðin hafi verið að fylgjast með þegar enska kvennalandsliðið reyndi að stöðva sigurgöngu bandarísku heimsmeistaranna í undanúrslitum HM kvenna í fótbolta í vikunni. Enska landsliðið fékk þar kjörið tækifæri til að jafna leikinn og koma sér í framlengingu en fyrirliði liðsins lét verja frá sér vítaspyrnu í lok leiksins. Bandaríkin vann 2-1 og mætir Hollandi í úrslitaleik HM á sunnudaginn. Leikurinn milli Bandaríkjanna og Englands var frábær skemmtun og áhorfstölurnar í ensku sjónvarpi hafa líka vakið mikla athygli.More than we could possibly have imagined a month ago: 11.7 MILLION viewers for the @Lionesses game last night, an astonishing 50.8% share of audience and the most watched TV programme of the year so far Champions League final on BT had 11.3m #FIFAWWCpic.twitter.com/71OwEztsl8 — Rebecca Myers (@rebeccacmyers) July 3, 2019Alls voru 11,7 milljónir sem horfðu á undanúrslitaleik Englands og Bandaríkjanna eða 50,8 prósent þeirra sem voru að horfa á sjónvarpið í landinu. Það sem gerir þessar tölur hins vegar enn athyglisverðari er að þetta er betra áhorf en á úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1. júní síðastliðinn. Við erum þar að tala um England en tvö ensk félög, Liverpool og Tottenham, mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ár. „Bara“ 11.3 milljónir horfðu á Liverpool vinna 2-0 sigur á Tottenham í Madrid. Það verður líka athyglisvert að sjá hvort þessi áhugi á enska kvennalandsliðinu skili sér inn í enska kvennaboltann og að enska úrvalsdeildin hjá konunum fari nú að trekkja að sér bestu knattspyrnukonur heims. Næsta Evrópumót kvenna fer einmitt fram í Englandi eftir tvö ár og þar stefna íslensku landsliðskonurnar á að vera með. Hver veit nema einhverjar þeirra verði þá líka farnar að spila í ensku úrvalsdeildinni. Rakel Hönnudóttir spilaði með Reading í vetur og vonandi bætast einhverja í hópinn fari enska deildin á flug.
Enski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti