Ætlar að kæra nýsamþykkt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2019 20:00 Formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins hefur leitað til lögmanns og ætlar að kæra nýsamþykkt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðarárdalnum til skipulagsráðs. Skipulagið var samþykkt í borgarráði í gær.Tillagan var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum fulltrúa meirihlutans gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í tillögunni felst uppbygging á sérstökum gróðurhvelfingum við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á fundinum þar sem fram kemur að gerð sé krafa um að málinu verði frestað og efnislega verði greint frá því með hvaða hætti Reykjavíkurborg hafi brugðist við athugasemdum Umhverfisstofnunarinnar. Þeirri tillögu var hafnað af meirihlutanum. Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, segir að ósætti ríki með tillöguna og meðferð sem hún hlaut innan borgarinnar. Hann segir að ekki hafi verið hlustað á athugasemdir og þeim ekki svarað. „Því að þetta er farið þannig í gegn að engum athugasemdum er svarað. Það er ekki hlustað mikið á það fólk sem gerir athugasemdir og alvarlegar athugsemdir. Það er allt í þessu ferli sem er hálfpartinn pönkast í gegn,“ sagði Halldór Páll. Fréttastofa náði tali af borgarstjóra í dag sem sagði að öllum athugasemdum hafi verið svarað. Hins vegar hafi svörin ekki borist ennþá þar sem þau séu lögð fyrir skipulagsráð áður en þau eru send út. Hann segir því eðlilegt að svörin hafi ekki borist viðkomandi daginn eftir fund borgarráðs. Halldór segir að leitað verði til lögmanns í næstu viku og kæra verði lögð fram til skipulagsráðs. „Við munum leita til lögmanns í næstu viku, leggja fram kæru og í framhaldinu verður farið beint í það að undirbúa undirskriftasöfnun til að knýja fram íbúðakosningu um þetta skipulag. Því þetta er ekkert eðlilegt hvernig þessu hefur veirð haldið fram,“ sagði Halldór. Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Segir að áhyggjum Umhverfisstofnunar um Stekkjarbakka hafi verið svarað ítarlega Umdeild tillaga um deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum gegn þremur. 5. júlí 2019 12:30 Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins hefur leitað til lögmanns og ætlar að kæra nýsamþykkt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðarárdalnum til skipulagsráðs. Skipulagið var samþykkt í borgarráði í gær.Tillagan var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum fulltrúa meirihlutans gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í tillögunni felst uppbygging á sérstökum gróðurhvelfingum við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á fundinum þar sem fram kemur að gerð sé krafa um að málinu verði frestað og efnislega verði greint frá því með hvaða hætti Reykjavíkurborg hafi brugðist við athugasemdum Umhverfisstofnunarinnar. Þeirri tillögu var hafnað af meirihlutanum. Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, segir að ósætti ríki með tillöguna og meðferð sem hún hlaut innan borgarinnar. Hann segir að ekki hafi verið hlustað á athugasemdir og þeim ekki svarað. „Því að þetta er farið þannig í gegn að engum athugasemdum er svarað. Það er ekki hlustað mikið á það fólk sem gerir athugasemdir og alvarlegar athugsemdir. Það er allt í þessu ferli sem er hálfpartinn pönkast í gegn,“ sagði Halldór Páll. Fréttastofa náði tali af borgarstjóra í dag sem sagði að öllum athugasemdum hafi verið svarað. Hins vegar hafi svörin ekki borist ennþá þar sem þau séu lögð fyrir skipulagsráð áður en þau eru send út. Hann segir því eðlilegt að svörin hafi ekki borist viðkomandi daginn eftir fund borgarráðs. Halldór segir að leitað verði til lögmanns í næstu viku og kæra verði lögð fram til skipulagsráðs. „Við munum leita til lögmanns í næstu viku, leggja fram kæru og í framhaldinu verður farið beint í það að undirbúa undirskriftasöfnun til að knýja fram íbúðakosningu um þetta skipulag. Því þetta er ekkert eðlilegt hvernig þessu hefur veirð haldið fram,“ sagði Halldór.
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Segir að áhyggjum Umhverfisstofnunar um Stekkjarbakka hafi verið svarað ítarlega Umdeild tillaga um deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum gegn þremur. 5. júlí 2019 12:30 Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Segir að áhyggjum Umhverfisstofnunar um Stekkjarbakka hafi verið svarað ítarlega Umdeild tillaga um deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum gegn þremur. 5. júlí 2019 12:30
Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15