Fótbolti

Frábær endurkoma sendi Nígeríu í átta liða úrslitin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ighalo skoraði tvö mörk í dag.
Ighalo skoraði tvö mörk í dag. vísir/getty
Nígería er komið í átta liða úrslitin í Afríkukeppninni eftir sigur á Kamerún í fimm marka leik í kvöld. Lokatölur 3-2 en Kamerún komst 2-1 yfir.

Odion Ighalo skoraði fyrsta markið á nítjándu mínútu en Kamerún náði að snúa því sér í vil fyrir hálfleik með mörkum frá Stephane Bahoken og Clinton N'Jie.







Ighalo, sem leikur í Kína, var þó aftur á ferðinni á 63. mínútu og það var svo vængmaður Arsenal, Alex Iwobi, sem tryggði Nígeríu sigurinn þremur mínútum síðar.

Nígería er því komið áfram í átta liða úrslit en vonbrigðarlið Kamerún er úr leik. Mótherjar Nígeríu í átta liða úrslitunum verða annað hvort Egyptaland eða Suður-Afríka sem mætast síðar í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×