Hollensku stelpurnar leika sinn fyrsta úrslitaleik á HM á sama degi og strákarnir fyrir 45 árum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júlí 2019 13:12 Stuðningsmenn Hollands máluðu bæinn appelsínugulan. vísir/getty Sjöundi júlí er stór dagur í knattspyrnusögu Hollands. Á þessum degi árið 1974 mætti Holland Vestur-Þýskalandi í fyrsta úrslitaleik sínum á HM karla. Og í dag, nákvæmlega 45 árum frá úrslitaleiknum í München 1974, mætir Holland Bandaríkjunum í fyrsta úrslitaleik sínum á HM kvenna.45 – The @Oranjevrouwen will play their first #FIFAWWC final exactly 45 years after the Dutch men’s team played its first World Cup final (July 7, 1974). Orange. #NEDpic.twitter.com/5Mpq5wCCZD — OptaJohan (@OptaJohan) July 7, 2019 Hollensku stelpurnar vonast væntanlega eftir annarri og betri útkomu en í úrslitaleiknum hjá Johan Cruyff og félögum fyrir 45 árum. Holland komst yfir strax á 2. mínútu þegar Johan Neeskens skoraði úr vítaspyrnu. Paul Breitner jafnaði úr annarri vítaspyrnu á 25. mínútu og tveimur mínútum fyrir hálfleik skoraði Gerd Müller sigurmark Vestur-Þjóðverja sem urðu þar með heimsmeistarar í annað sinn. Holland komst einnig í úrslit á HM karla 1978 og 2010 en tapaði í bæði skiptin, fyrir Argentínu og Spáni. Hollendingar eru hins vegar með 100% árangur í úrslitaleikjum á EM, bæði karla og kvenna. Hollendingar urðu Evrópumeistarar karla 1988 eftir sigur á Sovétmönnum, 2-0, og Holland vann Danmörku, 4-2, í úrslitaleik EM kvenna fyrir tveimur árum. Með sigri á Bandaríkjunum í Lyon í dag verður Holland því handhafi bæði heims- og Evrópumeistaratitilsins. Verkefnið er þó ærið gegn heimsmeisturum Bandaríkjanna sem hafa unnið ellefu leiki í röð á HM. Leikur Hollands og Bandaríkjanna hefst klukkan 15:00 í dag. HM 2019 í Frakklandi Holland Tengdar fréttir Bandaríkin heimsmeistarar í fjórða sinn Bandaríkin unnu Holland, 2-0, í úrslitaleik HM kvenna í Lyon í dag. 7. júlí 2019 16:45 Svíþjóð afgreiddi England og hirti bronsið í þriðja sinn Fjörugur fyrri hálfleikur en England endar í fjórða sæti deildarinnar. 6. júlí 2019 17:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Sjá meira
Sjöundi júlí er stór dagur í knattspyrnusögu Hollands. Á þessum degi árið 1974 mætti Holland Vestur-Þýskalandi í fyrsta úrslitaleik sínum á HM karla. Og í dag, nákvæmlega 45 árum frá úrslitaleiknum í München 1974, mætir Holland Bandaríkjunum í fyrsta úrslitaleik sínum á HM kvenna.45 – The @Oranjevrouwen will play their first #FIFAWWC final exactly 45 years after the Dutch men’s team played its first World Cup final (July 7, 1974). Orange. #NEDpic.twitter.com/5Mpq5wCCZD — OptaJohan (@OptaJohan) July 7, 2019 Hollensku stelpurnar vonast væntanlega eftir annarri og betri útkomu en í úrslitaleiknum hjá Johan Cruyff og félögum fyrir 45 árum. Holland komst yfir strax á 2. mínútu þegar Johan Neeskens skoraði úr vítaspyrnu. Paul Breitner jafnaði úr annarri vítaspyrnu á 25. mínútu og tveimur mínútum fyrir hálfleik skoraði Gerd Müller sigurmark Vestur-Þjóðverja sem urðu þar með heimsmeistarar í annað sinn. Holland komst einnig í úrslit á HM karla 1978 og 2010 en tapaði í bæði skiptin, fyrir Argentínu og Spáni. Hollendingar eru hins vegar með 100% árangur í úrslitaleikjum á EM, bæði karla og kvenna. Hollendingar urðu Evrópumeistarar karla 1988 eftir sigur á Sovétmönnum, 2-0, og Holland vann Danmörku, 4-2, í úrslitaleik EM kvenna fyrir tveimur árum. Með sigri á Bandaríkjunum í Lyon í dag verður Holland því handhafi bæði heims- og Evrópumeistaratitilsins. Verkefnið er þó ærið gegn heimsmeisturum Bandaríkjanna sem hafa unnið ellefu leiki í röð á HM. Leikur Hollands og Bandaríkjanna hefst klukkan 15:00 í dag.
HM 2019 í Frakklandi Holland Tengdar fréttir Bandaríkin heimsmeistarar í fjórða sinn Bandaríkin unnu Holland, 2-0, í úrslitaleik HM kvenna í Lyon í dag. 7. júlí 2019 16:45 Svíþjóð afgreiddi England og hirti bronsið í þriðja sinn Fjörugur fyrri hálfleikur en England endar í fjórða sæti deildarinnar. 6. júlí 2019 17:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Sjá meira
Bandaríkin heimsmeistarar í fjórða sinn Bandaríkin unnu Holland, 2-0, í úrslitaleik HM kvenna í Lyon í dag. 7. júlí 2019 16:45
Svíþjóð afgreiddi England og hirti bronsið í þriðja sinn Fjörugur fyrri hálfleikur en England endar í fjórða sæti deildarinnar. 6. júlí 2019 17:00