Fótbolti

Þjálfarinn nánast orðlaus og besti leikmaður mótsins sagði augnablikið súrrealískt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jill fagnar í leikslok.
Jill fagnar í leikslok. vísir/getty
Jill Ellis, þjálfari heimsmeistara Bandaríkjanna, var himinlifandi með lærimeyjar sínar eftir 2-0 sigur á Hollandi í úrslitaleik HM í Frakklandi í dag.

Þetta var annar heimsmeistaratitill Bandaríkjanna í röð en þær hafa nú unnið tólf leiki í röð á heimsmeistaramóti. Jill átti varla orð í leikslok.

„Þetta er stórkostlegur hópur af leikmönnum. Þær sýndu frábæra seiglu,“ sagði Jill Ellis, í samtali við BBC Sport í leikslok.

„Þær lögðu hjarta og sál í þetta ferðalag. Ég get ekki þakkað þeim nægilega mikið. Ég gat varla talað eftir leikinn en ég sagði þeim að þær skrifuðu söguna og eiga að njóta þess.“







Megan Rapinoe átti stórkostlegt mót. Hún var markahæsti leikmaður mótsins auk þess að vera valin sú besta. Hún var að vonum sátt í leikslok.

„Þetta er ótrúlegt að vita að allir leikmenn hópsins hafa lagt svo mikið á sig. Við erum með alla fjölskyldu okkar og vini. Þetta er súrrealískt,“ sagði Rapinoe.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×