Fótbolti

Hélt oftast hreinu í ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeildinni og Copa América

Anton Ingi Leifsson skrifar
"Ég er með þetta allt á hreinu, strákar.“
"Ég er með þetta allt á hreinu, strákar.“ vísir/getty

Alisson, markvörður Liverpool og brasilíska landsliðsins, hefur átt stórkostlegt tímabil. Hann fullkomnaði með það sigri í Copa America, Suður-Ameríku keppninni, sem lauk í dag.

Alisson stóð í markinu hjá Brasilíu sem vann 3-1 sigur á Perú í úrslitaleiknum á Maracana-leikvanginum í Ríó í kvöld. Markið sem Perú skoraði var það fyrsta sem Alisson fær á sig í mótinu.

Tímabilið hefur verið ótrúlegt hjá Alisson. Hann lenti í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar en þar fékk hann Gullhanskann fyrir að halda oftast hreinu.

Liverpool vann til gullverðlauna í Meistaradeildinni en þar hélt Alisson einnig oftast hreinu. Í Suður-Ameríku keppninni hélt Alisson einnig oftast hreinu og batt enda á frábært tímabil hjá sér.

Markvörðurinn er nú væntanlega á leið í verðskuldað sumarfrí áður en hann mætir aftur til starfa hjá Liverpool. Enska úrvalsdeildin hefst svo um miðjan næsta mánuð.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.