Fótbolti

De Ligt búinn að semja við Juventus

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
De Ligt og Ronaldo verða samherjar á næstu leiktíð.
De Ligt og Ronaldo verða samherjar á næstu leiktíð. vísir/getty

Matthijs de Ligt hefur komist að samkomulagi við Juventus. Umboðsmaður hans staðfesti þetta í morgun.

De Ligt hefur verið eftirsóttur í sumar og hafa bæði Manchester United og Paris Saint-Germain gert hosur sínar grænar fyrir Hollendingnum unga. Ítalíumeistararnir virðast hins vegar hafa unnið baráttuna.

Samkvæmt Sky á Ítalíu er samningurinn upp á 12 milljónir evra á ári, sem jafngildir um 230 þúsund pundum á viku.

Mino Raiola, umboðsmaður de Ligt, sagði við hollenska fjölmiðla að miðvörðurinn hafi komist að samkomulagi við Juventus um kaup og kjör, nú sé aðeins verið að bíða eftir því að Juventus komist að samkomulagi við Ajax um kaupverðið.

Ajax vill fá 75 milljónir evra en Juventus hefur hingað til aðeins viljað borga 55 milljónir evra auk 10 milljóna evra til viðbótar í bónusgreiðslum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.