Nokkur átján ára ungmenni með fíkniefnavanda á götunni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júlí 2019 19:00 Tæplega tíu börn, sem hafa átt við verulegan hegðunar- og fíkniefnavanda að etja, hafa á síðustu mánuðuðum fallið utan við barnaverndarkerfið eftir að hafa náð 18 ára aldri og flest eru þau nú með öllu eftirlitslaus á götunni án þess að stuðningsfólk geti nokkuð aðhafst. Lögregluvarðstjóri segir mjög erfitt að horfa á eftir hinum svonefndu ,,týndu börnum" og geta ekkert að gert. Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur starfað við að leita að týndum börnum, í rúm fjögur ár. Börnin eru á aldrinum 11-18 ára og glíma oft við mikinn vímuefnavanda. Það sem af er ári hafa 116 leiðarbeiðnir vegna 47 barna og ungmenna borist lögreglu. Á sama tímabili í fyrra voru leitarbeiðnirnar 149 og er því um að ræða talsverða fækkun á milli ára. „Ég held að það muni einum og hálfum mánuði í heildarfjölda leitarbeiðna. Það sem hefur gerst á síðustu sex til átta mánuðum er að krakkar sem við vorum ítrekað að leita af og voru þung hjá okkur eru orðin 18 ára, fullorðnir einstaklingar, og þar af leiðandi ekki lengur á minni könnur og nokkur ekki tekist að fóta sig og komin í dagbók lögreglunnar af öðrum orsökum,“ segir Guðmundur. Eftir að börnin verða 18 ára falla þau utan við barnaverndarkerfið og missa þau úrræði sem þeim bauðst áður. Tæplega tíu ungmenni sem Guðmundur leitaði margoft að á síðustu árum og fór til að mynda með í meðferð á Stuðla, meðferðarheimili fyrir börn og unglinga, falla í þennan hóp. Hann veit um að minnsta kosti fjögur ungmenni sem nú eru á götunni. „Og það er svolítið sérstakt að horfa á eftir þeim þarna á einu augnabliki í raun og veru þar sem ég þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim en áfram eru aðrir sem þurfa að hafa áhyggjur af þeim,“ segir Guðmundur og bætir við að það þurfi að gera eitthvað til að reyna grípa hópinn eftir að hann verður átján ára. Ungmennin séu í mjög viðkvæmri stöðu. „Þau eru mörg búin að brenna allar brýr að baki fjölskyldulega séð. Einhver eiga kannski enn þá innkomu í fjölskyldunnar og það þýðir bara miklar áhyggjur og í sumum tilfellum verða veikindi í fjölskyldum út af þessu álagi,“ segir Guðmundur. Hann vonast til þess að úrbætur verði gerðar. „Þessi hópur er farinn, hann er orðin fullorðinn. Ég veit ekki hvort við getum eitthvað snúið til baka þar. En ég held að lagaumhverfi og kerfið sé að taka á því svo að þetta verði ekki með sama hætti til framtíðar,“ segir Guðmundur. Félagsmál Heilbrigðismál Lögreglumál Reykjavík Meðferðarheimili Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
Tæplega tíu börn, sem hafa átt við verulegan hegðunar- og fíkniefnavanda að etja, hafa á síðustu mánuðuðum fallið utan við barnaverndarkerfið eftir að hafa náð 18 ára aldri og flest eru þau nú með öllu eftirlitslaus á götunni án þess að stuðningsfólk geti nokkuð aðhafst. Lögregluvarðstjóri segir mjög erfitt að horfa á eftir hinum svonefndu ,,týndu börnum" og geta ekkert að gert. Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur starfað við að leita að týndum börnum, í rúm fjögur ár. Börnin eru á aldrinum 11-18 ára og glíma oft við mikinn vímuefnavanda. Það sem af er ári hafa 116 leiðarbeiðnir vegna 47 barna og ungmenna borist lögreglu. Á sama tímabili í fyrra voru leitarbeiðnirnar 149 og er því um að ræða talsverða fækkun á milli ára. „Ég held að það muni einum og hálfum mánuði í heildarfjölda leitarbeiðna. Það sem hefur gerst á síðustu sex til átta mánuðum er að krakkar sem við vorum ítrekað að leita af og voru þung hjá okkur eru orðin 18 ára, fullorðnir einstaklingar, og þar af leiðandi ekki lengur á minni könnur og nokkur ekki tekist að fóta sig og komin í dagbók lögreglunnar af öðrum orsökum,“ segir Guðmundur. Eftir að börnin verða 18 ára falla þau utan við barnaverndarkerfið og missa þau úrræði sem þeim bauðst áður. Tæplega tíu ungmenni sem Guðmundur leitaði margoft að á síðustu árum og fór til að mynda með í meðferð á Stuðla, meðferðarheimili fyrir börn og unglinga, falla í þennan hóp. Hann veit um að minnsta kosti fjögur ungmenni sem nú eru á götunni. „Og það er svolítið sérstakt að horfa á eftir þeim þarna á einu augnabliki í raun og veru þar sem ég þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim en áfram eru aðrir sem þurfa að hafa áhyggjur af þeim,“ segir Guðmundur og bætir við að það þurfi að gera eitthvað til að reyna grípa hópinn eftir að hann verður átján ára. Ungmennin séu í mjög viðkvæmri stöðu. „Þau eru mörg búin að brenna allar brýr að baki fjölskyldulega séð. Einhver eiga kannski enn þá innkomu í fjölskyldunnar og það þýðir bara miklar áhyggjur og í sumum tilfellum verða veikindi í fjölskyldum út af þessu álagi,“ segir Guðmundur. Hann vonast til þess að úrbætur verði gerðar. „Þessi hópur er farinn, hann er orðin fullorðinn. Ég veit ekki hvort við getum eitthvað snúið til baka þar. En ég held að lagaumhverfi og kerfið sé að taka á því svo að þetta verði ekki með sama hætti til framtíðar,“ segir Guðmundur.
Félagsmál Heilbrigðismál Lögreglumál Reykjavík Meðferðarheimili Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira