Atletico ætlar að sekta Griezmann fyrir brot á samningi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 9. júlí 2019 13:30 Antoine Griezmann tilkynnti að hann væri á förum fyrir tveimur mánuðum en enn sem komið er hefur lítið gerst í málum hans vísir/getty Atletico Madrid ætlar að sekta Antoine Griezmann fyrir brot á samningi þar sem sá franski lét ekki sjá sig á æfingu spænska félagsins þrátt fyrir að vera formlega boðaður þangað. ESPN greinir frá þessu í dag. Griezmann vill fara frá Atletico og greindi frá því í maí að hann yrði ekki með félaginu á næsta tímabili. Franski heimsmeistarinn hefur ítrekað verið orðaður við Barcelona og var búist við því að Börsungar myndu mæta strax 1. júlí og borga riftunarákvæði Griezmann, en þann dag lækkaði það úr 200 milljónum evra í 120 milljónir evra. Það hefur hins vegar enginn mætt með peningapoka á skrifstofur La Liga. Á föstudag sendi Barcelona inn beiðni um að fá að borga riftunarákvæðið í raðgreiðslum, en Atletico hafnaði því. Heimildarmenn ESPN innan Barcelona segjast vissir um að félagsskiptin gangi í gegn í þessari viku. Atletico ætlar hins vegar ekki að fara í neinar samningaviðræður við Barcelona tengdar greiðslunni á riftunarákvæðinu. Atletico boðaði Griezmann formlega til æfinga eftir sumarfrí á sunnudag, þann dag ferðuðust liðsmenn Atletico á sérstakt æfingasvæði þeirra í fjöllunum fyrir ofan Madrídarborg þar sem liðið æfir á undirbúningstímabilinu. Griezmann lét hins vegar ekki sjá sig. Forráðamenn Atletico eru ekki sáttir og ætla að refsa leikmanninum fyrir með því að sekta hann. Samkvæmt samningi er það hæsta sem þeir geta sektað hann um í kringum 200 þúsund evrur. „Við munum koma af stað agamáli þar sem Griezmann varð ekki við formlegu kalli hjá félaginu sem hann er samningsbundinn,“ sagði heimildarmaður Atletico við ESPN. Samkvæmt lögum er Griezmann þó ekki skyldugur til þess að mæta til vinnu strax, hann á rétt á 30 frídögum að sumri og síðasti leikur hans var 11. júní með franska landsliðinu. Spænski boltinn Tengdar fréttir „Það verða afleiðingar ef Griezmann var búinn að semja við Barca fram í tímann“ Ef Antoine Griezmann var búinn að gera samning við Barcelona fram í tímann mun það hafa afleiðingar segir forseti Atletico Madrid, Enrique Cerezo. 6. júlí 2019 06:00 Verðið á Griezmann féll um 80 milljónir evra á miðnætti Antoine Griezmann er á leið frá Atletico Madrid en óvíst er hver næsti áfangastaður hans verður. 1. júlí 2019 23:00 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Sjá meira
Atletico Madrid ætlar að sekta Antoine Griezmann fyrir brot á samningi þar sem sá franski lét ekki sjá sig á æfingu spænska félagsins þrátt fyrir að vera formlega boðaður þangað. ESPN greinir frá þessu í dag. Griezmann vill fara frá Atletico og greindi frá því í maí að hann yrði ekki með félaginu á næsta tímabili. Franski heimsmeistarinn hefur ítrekað verið orðaður við Barcelona og var búist við því að Börsungar myndu mæta strax 1. júlí og borga riftunarákvæði Griezmann, en þann dag lækkaði það úr 200 milljónum evra í 120 milljónir evra. Það hefur hins vegar enginn mætt með peningapoka á skrifstofur La Liga. Á föstudag sendi Barcelona inn beiðni um að fá að borga riftunarákvæðið í raðgreiðslum, en Atletico hafnaði því. Heimildarmenn ESPN innan Barcelona segjast vissir um að félagsskiptin gangi í gegn í þessari viku. Atletico ætlar hins vegar ekki að fara í neinar samningaviðræður við Barcelona tengdar greiðslunni á riftunarákvæðinu. Atletico boðaði Griezmann formlega til æfinga eftir sumarfrí á sunnudag, þann dag ferðuðust liðsmenn Atletico á sérstakt æfingasvæði þeirra í fjöllunum fyrir ofan Madrídarborg þar sem liðið æfir á undirbúningstímabilinu. Griezmann lét hins vegar ekki sjá sig. Forráðamenn Atletico eru ekki sáttir og ætla að refsa leikmanninum fyrir með því að sekta hann. Samkvæmt samningi er það hæsta sem þeir geta sektað hann um í kringum 200 þúsund evrur. „Við munum koma af stað agamáli þar sem Griezmann varð ekki við formlegu kalli hjá félaginu sem hann er samningsbundinn,“ sagði heimildarmaður Atletico við ESPN. Samkvæmt lögum er Griezmann þó ekki skyldugur til þess að mæta til vinnu strax, hann á rétt á 30 frídögum að sumri og síðasti leikur hans var 11. júní með franska landsliðinu.
Spænski boltinn Tengdar fréttir „Það verða afleiðingar ef Griezmann var búinn að semja við Barca fram í tímann“ Ef Antoine Griezmann var búinn að gera samning við Barcelona fram í tímann mun það hafa afleiðingar segir forseti Atletico Madrid, Enrique Cerezo. 6. júlí 2019 06:00 Verðið á Griezmann féll um 80 milljónir evra á miðnætti Antoine Griezmann er á leið frá Atletico Madrid en óvíst er hver næsti áfangastaður hans verður. 1. júlí 2019 23:00 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Sjá meira
„Það verða afleiðingar ef Griezmann var búinn að semja við Barca fram í tímann“ Ef Antoine Griezmann var búinn að gera samning við Barcelona fram í tímann mun það hafa afleiðingar segir forseti Atletico Madrid, Enrique Cerezo. 6. júlí 2019 06:00
Verðið á Griezmann féll um 80 milljónir evra á miðnætti Antoine Griezmann er á leið frá Atletico Madrid en óvíst er hver næsti áfangastaður hans verður. 1. júlí 2019 23:00