Dregur sig úr forvali Demókrataflokksins Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2019 10:31 Eric Swalwell á blaðamannafundi í gær. Vísir/Getty Þingmaðurinn Eric Swalwell tilkynnti á blaðamannafundi í gær að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins. Þar með endar þingmaðurinn þriggja mánaða kosningabaráttu sína en hann tilkynnti um framboð sitt í viðtali við þáttastjórnandann Stephen Colbert í apríl síðastliðnum. Ástæða ákvörðunarinnar er lélegt gengi í skoðanakönnunum að sögn Swalwell. Í stórum hópi frambjóðenda hefur honum reynst erfitt að vekja á sér athygli og skera sig úr fjöldanum og eftir fyrstu kappræðurnar hafi útlitið ekki batnað.Rep. Eric Swalwell: "Today ends our presidential campaign, but it is the beginning of an opportunity in Congress." Via ABC pic.twitter.com/v8UXuE87Ew — Kyle Griffin (@kylegriffin1) July 8, 2019 „Eftir fyrstu kappræður Demókrataflokksins hefur gengi í skoðanakönnunum og fjáröflun ekki verið í samræmi við það sem við vonuðumst eftir og ég sé ekki fram á að hljóta tilnefninguna. Forsetaframboð mitt endar í dag,“ sagði Swalwell á blaðamannafundi. Swalwell á meðal yngstu frambjóðenda í forvalinu en hann er aðeins 38 ára gamall. Hann er hvað þekktastur fyrir störf sín í leyniþjónustunefnd og dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þá tók hann einnig þátt í rannsókninni á aðkomu Rússa í forsetakosningunum árið 2016. Eftir tilkynningu Swalwell standa nú 23 frambjóðendur eftir sem vonast eftir því að hljóta tilnefningu. Ein þeirra, Elizabeth Warren, þakkaði Swalwell fyrir að vekja athygli á breytingum á skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum og hét hún því að halda þeirri baráttu áfram í sínu framboði.Thank you @EricSwalwell for your commitment to making gun reform front and center in this election. Gun violence is a public health crisis, and I’ll keep fighting alongside you for a safer future. The American people are lucky to have you in this fight. — Elizabeth Warren (@ewarren) July 9, 2019 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi. 28. júní 2019 07:55 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Þingmaðurinn Eric Swalwell tilkynnti á blaðamannafundi í gær að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins. Þar með endar þingmaðurinn þriggja mánaða kosningabaráttu sína en hann tilkynnti um framboð sitt í viðtali við þáttastjórnandann Stephen Colbert í apríl síðastliðnum. Ástæða ákvörðunarinnar er lélegt gengi í skoðanakönnunum að sögn Swalwell. Í stórum hópi frambjóðenda hefur honum reynst erfitt að vekja á sér athygli og skera sig úr fjöldanum og eftir fyrstu kappræðurnar hafi útlitið ekki batnað.Rep. Eric Swalwell: "Today ends our presidential campaign, but it is the beginning of an opportunity in Congress." Via ABC pic.twitter.com/v8UXuE87Ew — Kyle Griffin (@kylegriffin1) July 8, 2019 „Eftir fyrstu kappræður Demókrataflokksins hefur gengi í skoðanakönnunum og fjáröflun ekki verið í samræmi við það sem við vonuðumst eftir og ég sé ekki fram á að hljóta tilnefninguna. Forsetaframboð mitt endar í dag,“ sagði Swalwell á blaðamannafundi. Swalwell á meðal yngstu frambjóðenda í forvalinu en hann er aðeins 38 ára gamall. Hann er hvað þekktastur fyrir störf sín í leyniþjónustunefnd og dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þá tók hann einnig þátt í rannsókninni á aðkomu Rússa í forsetakosningunum árið 2016. Eftir tilkynningu Swalwell standa nú 23 frambjóðendur eftir sem vonast eftir því að hljóta tilnefningu. Ein þeirra, Elizabeth Warren, þakkaði Swalwell fyrir að vekja athygli á breytingum á skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum og hét hún því að halda þeirri baráttu áfram í sínu framboði.Thank you @EricSwalwell for your commitment to making gun reform front and center in this election. Gun violence is a public health crisis, and I’ll keep fighting alongside you for a safer future. The American people are lucky to have you in this fight. — Elizabeth Warren (@ewarren) July 9, 2019
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi. 28. júní 2019 07:55 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24
Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi. 28. júní 2019 07:55