Enski boltinn

Nýr liðsfélagi Jóhanns Berg kostaði 1,6 milljarða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jay Rodriguez.
Jay Rodriguez. Mynd/Twitter/@BurnleyOfficial
Burnley hefur styrkt sóknina sína fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni og fá þar til baka týndan son.

Burnley hefur nefnilega gengið frá kaupum á framherjanum Jay Rodriguez frá West Bromwich Albion. Kaupverðið eru tíu milljónir punda eða 1,6 milljarðar íslenskra króna.

Jóhann Berg Guðmundsson ætti að geta fundið Jay Rodriguez með fyrirgjöfum sínum á næstu leiktíð.





Jay Rodriguez er 29 ára gamall og hann er að snúa aftur til Burnley. Rodriguez spilaði fyrstu fimm ár atvinnumannsferils síns með félaginu frá 2007 til 2012.

Jay Rodriguez skoraði 22 mörk í 45 leikjum með West Bromwich Albion í ensku b-deildinni á síðustu leiktíð en var með 7 mörk í 37 leikjum tímabilið á undan þegar West Brom féll úr ensku úrvalsdeildinni.





Síðustu tvö tímabil Rodriguez með Burnley þá var liðið í ensku b-deildinni. Hann skoraði 15 mörk í 37 leikjum í ensku b-deildinni 2011-12 og var í kjölfarið seldur til Southampton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×