Efstadalsfjölskyldan miður sín vegna sýkingarinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2019 14:42 Í og við Bláskógabyggð eru margir vinsælir áningarstaðir sem innlendir jafnt sem erlendir ferðamenn sækja í miklum mæli. Þeirra á meðal Efstadal. Vísir/Magnús Hlynur Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. Fjögur systkini og fjölskyldur þeirra standa að rekstrinum þar sem má til að mynda finna vinsæla ísbúð, veitingastað, hestaleigu, hótelgistingu auk þess sem gestir geta klappað hinum ýmsu húsdýrum. Þar á meðal kálfum en saursýni úr kálfum á bænum kemur heim og saman við bakteríuna sem sýkti börnin. Björgvin segir að lokað hafi verið fyrir aðgang að kálfastíunni þann 4. júlí í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Matvælastofnun. Kálfarnir hafi verið sendir í sóttkví.Ferðamenn í heimsókn á bænum Efstadal II í dag.Vísir/Magnús Hlynur„Á sama tíma hættum við að selja okkar framleiðslu,“ segir Björgvin. Um varúðarráðstöfun hafi verið að ræða því þau hafi ekki viljað taka neina áhættu fyrr en niðurstöður lægju fyrir. „Allar niðurstöður sem við höfum fengið úr matvælum, ís og öðru slíkur eru jákvæðar fyrir okkur.“ Sá rekstur sé því enn í gangi.Óvíst hvernig smitið barst í börninÍ tilkynningu sem Landlæknir sendi frá sér upp úr hádegi segir að ekki sé vitað með vissu hvernig smitið barst í börnin. Frekari rannsóknir á hugsanlegum smitleiðum á staðnum standi enn yfir. Björgvin segir málið hafa fengið á fjölskylduna sem stendur að rekstrinum. „Allir í fjölskyldunni eru miður sín yfir þessu. Það er erfitt að sjá þetta fyrir. Svona hlutir geta gerst. Við erum að reyna að vanda okkur eins og við höfum alltaf gert,“ segir Björgvin.Úr ísbúðinni í Efstadal er hægt að horfa inn í fjósið.Vísir/Magnús HlynurVona það besta Passað sé upp á alla vinnslu á matvælum og hafi mjólkurverkfræðingur verið starfseminni innan handar undanfarin ár og passað 100 prósent upp á allt hreinlæti. Þau sýni sem liggi fyrir hafi komið vel út. „Við eigum erfiðara með að hafa stjórn á því sem gerist utandyra þar sem dýrin eru hlaupandi um,“ segir Björgvin. Stór partur af afþreyingunni á Efstadal II sé að klappa dýrunum og þar njóti kálfarnir mikilla vinsælda. „Vissulega er þetta leiðindamál fyrir alla og sérstaklega börnin sem lenda í því að sýkjast.“ Þau voni það besta og að allir nái sé sem fyrst. Bláskógabyggð Dýr E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. Fjögur systkini og fjölskyldur þeirra standa að rekstrinum þar sem má til að mynda finna vinsæla ísbúð, veitingastað, hestaleigu, hótelgistingu auk þess sem gestir geta klappað hinum ýmsu húsdýrum. Þar á meðal kálfum en saursýni úr kálfum á bænum kemur heim og saman við bakteríuna sem sýkti börnin. Björgvin segir að lokað hafi verið fyrir aðgang að kálfastíunni þann 4. júlí í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Matvælastofnun. Kálfarnir hafi verið sendir í sóttkví.Ferðamenn í heimsókn á bænum Efstadal II í dag.Vísir/Magnús Hlynur„Á sama tíma hættum við að selja okkar framleiðslu,“ segir Björgvin. Um varúðarráðstöfun hafi verið að ræða því þau hafi ekki viljað taka neina áhættu fyrr en niðurstöður lægju fyrir. „Allar niðurstöður sem við höfum fengið úr matvælum, ís og öðru slíkur eru jákvæðar fyrir okkur.“ Sá rekstur sé því enn í gangi.Óvíst hvernig smitið barst í börninÍ tilkynningu sem Landlæknir sendi frá sér upp úr hádegi segir að ekki sé vitað með vissu hvernig smitið barst í börnin. Frekari rannsóknir á hugsanlegum smitleiðum á staðnum standi enn yfir. Björgvin segir málið hafa fengið á fjölskylduna sem stendur að rekstrinum. „Allir í fjölskyldunni eru miður sín yfir þessu. Það er erfitt að sjá þetta fyrir. Svona hlutir geta gerst. Við erum að reyna að vanda okkur eins og við höfum alltaf gert,“ segir Björgvin.Úr ísbúðinni í Efstadal er hægt að horfa inn í fjósið.Vísir/Magnús HlynurVona það besta Passað sé upp á alla vinnslu á matvælum og hafi mjólkurverkfræðingur verið starfseminni innan handar undanfarin ár og passað 100 prósent upp á allt hreinlæti. Þau sýni sem liggi fyrir hafi komið vel út. „Við eigum erfiðara með að hafa stjórn á því sem gerist utandyra þar sem dýrin eru hlaupandi um,“ segir Björgvin. Stór partur af afþreyingunni á Efstadal II sé að klappa dýrunum og þar njóti kálfarnir mikilla vinsælda. „Vissulega er þetta leiðindamál fyrir alla og sérstaklega börnin sem lenda í því að sýkjast.“ Þau voni það besta og að allir nái sé sem fyrst.
Bláskógabyggð Dýr E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00
Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20