Enski boltinn

Verður Englandsmeistari samherji Gylfa hjá Everton?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fabian Delph í kröppum dansi á síðustu leiktíð.
Fabian Delph í kröppum dansi á síðustu leiktíð. vísir/getty
Everton hefur áhuga á því að klófesta miðjumanninn Fabian Delph frá Manchester City en þetta segir enska vefútgáfan af blaðinu The Telegraph.

Englandsmeistararnir í City hafa keypt miðjumanninn Rodri frá Atletico Madrid og vinstri bakvörðinn Angelino frá PSV. Það minnkar væntanlega spilatíma Delph.

Hann spilaði mest í vinstri bakverðinum á síðustu leiktíð en með komu Angelino og að endurhæfing Benjamin Mendy gangi vel er ólíklegt að Delph fái margar mínútur í bakverðinum á næstu leiktíð.







Hinn 29 ára gamli Englendingur spilaði tuttugu leiki með City í öllum keppnum á síðustu leiktíð og hjálpaði liðinu að vinna þrennuna; Englandsmeistaratitilinn, enska deildarbikarinn og enska bikarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×