Íslenski boltinn

Kristján staðfestir að Stjarnan fær tvo nýja leikmenn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristján Guðmundsson er þjálfari Stjörnunnar.
Kristján Guðmundsson er þjálfari Stjörnunnar. vísir/bára
Stjarnan hefur fengið liðsstyrk í Pepsi Max-deild kvenna en þær Shameeka Fishley og Camilla Bassett hafa skrifað undir samninga við liðið. Beðið er eftir leikheimild fyrir þær.Shameeka Fishley er miðjumaður sem er 26 ára gömul en hún lék með ÍBV á síðustu leiktíð. Sumarið þar áður lék hún með Sindra í fyrstu deild kvenna.Camille Bassett kemur einnig til liðs við Stjörnuna en Kristján Guðmundsson, þjálfari liðsins, staðfesti þetta í samtali við Vísi eftir tap kvöldsins.Stjarnan tapaði þá 1-0 fyrir KR á útivelli en Stjarnan er eftir tapið í fimmta sæti deildarinnar með tíu stig. Einungis fjórum sigum frá fallsæti.Liðið skoraði síðast deildarmark þann 22. maí en síðan þá hefur liðið farið í gegnum fimm leiki í Pepsi Max-deildinni án þess að skora.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.