Enski boltinn

„Ég er orðinn mikilvægur leikmaður í liðinu“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Harry Winks
Harry Winks vísir/getty
Síðasta tímabil var það besta á ferli Harry Winks og hann segist nú orðinn mikilvægur leikmaður fyrir lið Tottenham.

Winks er uppalinn hjá Tottenham, hefur verið stuðningsmaður félagsins alla ævi og spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið árið 2014 eftir að hafa farið í gegnum akademíu félagsins.

Hinn 23 ára Winks spilaði 41 leik fyrir Tottenham síðasta vetur og var meðal annars í byrjunarliðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í byrjun júní.

„Ég var nokkuð meiðslalaus á síðasta tímabili, þar til undir lokin. Ég spilaði mikið af leikjum, byrjaði mikið af leikjum, og þetta var frábært tímabil. Mitt besta hjá félaginu,“ sagði Winks í viðtali við heimasíðu Tottenham.

„Mér finnst ég orðinn mikilvægur leikmaður í þessu liði og gæti ekki beðið um neitt meira.“

„Ef þú hefðir spurt mig fyrir þremur, fjórum árum hvort ég vildi vera í þessari stöðu hefði ég kippt af þér hendinni, en það mikilvægasta í minni stöðu núna er að halda sér á jörðinni og halda áfram að leggja mig allan fram.“

„Það að halda sér í þessari stöðu er það erfiðasta. Það er frábært að vera kominn hingað, en með svo marka hágæða leikmenn er erfitt að halda stöðu sinni.“

Harry Winks og félagar hefja á næstu dögum undirbúning fyrir næsta tímabil. Tottenham byrjar tímabilið 10. ágúst gegn nýliðum Aston Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×