Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Á fjórða tímanum í dag barst Lögreglunni á Vestfjörðum tilkynning um alvarlegt umferðarslys á Innstrandarvegi, við Hrófá skammt frá Hólmavík. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um vélhjólaslys að ræða

Kim Yong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, sagði óvænt boð Bandaríkjaforseta um að hitta sig við landamæri Norður- og Suður-Kóreu sýna fram á vilja hans til að snúa baki við fortíðinni og opna á nýja framtíð. Fjallað verður nánar um fund leiðtoganna tveggja í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir, en Donald Trump varð í dag fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna til að stíga fæti yfir landamærin til Norður-Kóreu.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lét þung orð falla um forsætisnefnd Alþingis í dag, en hún er ósátt við að nefndin hafi fallist áálit siðanefndar um að hún hafi brotið gegn siðareglum. Þórhildur íhugar að fara með málið lengra en forseti Alþingis segir niðurstöðuna bindandi.

Þá verður rætt við formann skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir von á mun meiri innviðum fyrir hjólreiðamenn í borginni. Tæplega tólf prósent iðkenda segjast upplifa óöryggi samkvæmt nýlegri könnun.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×