Nær að þakka en að krefja ríkið bóta Sveinn Arnarsson skrifar 20. júní 2019 06:00 Jón Bjarnason á sjávarútvegsráðherraárum sínum. Fréttablaðið/Anton Brink Hæstiréttur horfði fram hjá meginmarkmiðum fiskveiðistjórnunarlaga um að það beri að stýra veiðum út frá þjóðarhagsmunum en ekki hagsmunum einstakra fyrirtækja, að mati Jóns Bjarnasonar, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Jón dregur í efa að Hæstiréttur hafi verið hlutlaus þegar dómur var kveðinn upp í desember í fyrra þar sem ríkið var gert skaðabótaskylt vegna úthlutunar makrílkvóta. Hann segir að útgerðir ættu frekar að þakka honum fyrir að hafa staðið í lappirnar gagnvart ESB. „Enn er ósamið um makríl milli ríkja og því er það svo fáránlegt að einstaka útgerðir geta verið að gera kröfur til þess og hins í óumsömdum hlutaskiptum veiða,“ segir Jón. Jón, sem var sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, fór ekki að lögum þegar makrílkvóta var úthlutað. Umboðsmaður Alþingis hafði komist að þeirri niðurstöðu árið 2014. Hæstiréttur komst að sams konar niðurstöðu í desember síðastliðnum. „Einnig þykir mér makalaust ef útgerðir hafi í sér siðferðis- og samfélagslega að höfða mál til að fá bætur frá ríkinu. Þeir ættu miklu frekar að þakka ráðherra fyrir að hafa komið skikkan á veiðarnar og varið rétt Íslands til makrílveiða,“ segir sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi.Makríllinn kom á góðum tíma fyrir íslenskt þjóðarbú og mokveiddist í upphafi áratugarins. Fréttablaðið/GVA„Því sá réttur var ekki sjálfsagður á þessum tíma. Ísland stóð í hörðum deilum við ESB sem neitaði að viðurkenna að hér væri makríll og hótaði umfangsmiklu viðskiptabanni með íslenskan fisk ef við hættum ekki makrílveiðum. Það hefði ekki verið til framdráttar fyrir þessi útgerðarfélög ef ráðherra hefði ekki staðið í lappirnar og hafnað kröfum ESB sem á sama tíma setti löndunarbann á Færeyjar vegna veiða á makríl og síld,“ bætir hann við. Jón gagnrýnir einnig að ríkislögmaður hafi ekki tryggt hlutlausan dómstól. Bendir hann á að einn af hæstaréttardómurum í makrílmálinu, Árni Kolbeinsson, var ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu árin 1985 til 1998. Einnig greindi Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, frá því að sonur hans hefði verið framkvæmdastjóri LÍÚ og haft ríka aðkomu að kröfugerðum á hendur ríkinu í tengslum við makrílhagsmuni. „Þessi mál eru afar pólitísk og umdeild og voru það frá byrjun að þessi lög eins og lögin um kvótalögin voru. Mér finnst skrítið að hæstaréttardómari, sem hefur áður átt beina hlutdeild að máli með samningu og setningu mjög umdeildra laga á sínum tíma, skuli líka kallaður til sérstaklega til að dæma í Hæstarétti um svo umdeilt mál. Hann hafði áður komið að virkum hætti sem ráðuneytisstjóri þess tíma,“ segir ráðherrann fyrrverandi. „Og ég er hissa á því að ríkislögmaður skuli ekki hafa farið fram á að hann viki úr dómnum vegna fyrri tengsla við málið til að tryggja að dómurinn sé hlutlaus og réttmætur,“ heldur Jón áfram. Hann kveðst hafa verið þess fullviss á sínum tíma að reglugerðin stæðist lög og gott betur en það. „Reglugerðin var nauðsynleg á sínum tíma til að koma skipulagi á makrílveiðar,“ segir Jón. „Undirréttur dæmdi þetta lögmætt og þess vegna átti ríkislögmaður að gæta þess að Hæstiréttur væri hlutlaus.“ Jón bætir við að frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar, sem samþykkt var á Alþingi í gær, verji ekki hagsmuni þjóðarinnar. „Sú lagabreyting er óttaleg hrákasmíð þar sem verið er að fara á svig við meginhagsmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórnun, ráðstöfun og nýtingu auðlindarinnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vonsviknir makrílveiðimenn ætla í mál við ríkið Fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna munu höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu eftir að frumvarp um kvótasetningu á makríl varð að lögum á Alþingi í dag. 19. júní 2019 22:01 „Við munum væntanlega bara afhenda ráðherra lyklana að útgerðunum okkar“ Smábátaútgerðir ætla að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarp um kvótasetningu á makríl að lögum. Málshöfðunin er meðal annars til komin vegna breytinga atvinnuveganefndar Alþingis á frumvarpinu sem fyrirtækin telja að gangi í berhögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár. 13. júní 2019 18:30 Bótakröfur á ríkið vegna makrílkvóta Ríkislögmaður staðfestir að borist hafi stefnur vegna kvótasetningar makríls í upphafi áratugarins en gefur ekki upp fjölda eða bótakröfur. Heimildir herma að stórir aðilar stefni. Kröfur gætu numið allt að 35 milljörðum króna. 19. júní 2019 06:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Sjá meira
Hæstiréttur horfði fram hjá meginmarkmiðum fiskveiðistjórnunarlaga um að það beri að stýra veiðum út frá þjóðarhagsmunum en ekki hagsmunum einstakra fyrirtækja, að mati Jóns Bjarnasonar, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Jón dregur í efa að Hæstiréttur hafi verið hlutlaus þegar dómur var kveðinn upp í desember í fyrra þar sem ríkið var gert skaðabótaskylt vegna úthlutunar makrílkvóta. Hann segir að útgerðir ættu frekar að þakka honum fyrir að hafa staðið í lappirnar gagnvart ESB. „Enn er ósamið um makríl milli ríkja og því er það svo fáránlegt að einstaka útgerðir geta verið að gera kröfur til þess og hins í óumsömdum hlutaskiptum veiða,“ segir Jón. Jón, sem var sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, fór ekki að lögum þegar makrílkvóta var úthlutað. Umboðsmaður Alþingis hafði komist að þeirri niðurstöðu árið 2014. Hæstiréttur komst að sams konar niðurstöðu í desember síðastliðnum. „Einnig þykir mér makalaust ef útgerðir hafi í sér siðferðis- og samfélagslega að höfða mál til að fá bætur frá ríkinu. Þeir ættu miklu frekar að þakka ráðherra fyrir að hafa komið skikkan á veiðarnar og varið rétt Íslands til makrílveiða,“ segir sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi.Makríllinn kom á góðum tíma fyrir íslenskt þjóðarbú og mokveiddist í upphafi áratugarins. Fréttablaðið/GVA„Því sá réttur var ekki sjálfsagður á þessum tíma. Ísland stóð í hörðum deilum við ESB sem neitaði að viðurkenna að hér væri makríll og hótaði umfangsmiklu viðskiptabanni með íslenskan fisk ef við hættum ekki makrílveiðum. Það hefði ekki verið til framdráttar fyrir þessi útgerðarfélög ef ráðherra hefði ekki staðið í lappirnar og hafnað kröfum ESB sem á sama tíma setti löndunarbann á Færeyjar vegna veiða á makríl og síld,“ bætir hann við. Jón gagnrýnir einnig að ríkislögmaður hafi ekki tryggt hlutlausan dómstól. Bendir hann á að einn af hæstaréttardómurum í makrílmálinu, Árni Kolbeinsson, var ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu árin 1985 til 1998. Einnig greindi Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, frá því að sonur hans hefði verið framkvæmdastjóri LÍÚ og haft ríka aðkomu að kröfugerðum á hendur ríkinu í tengslum við makrílhagsmuni. „Þessi mál eru afar pólitísk og umdeild og voru það frá byrjun að þessi lög eins og lögin um kvótalögin voru. Mér finnst skrítið að hæstaréttardómari, sem hefur áður átt beina hlutdeild að máli með samningu og setningu mjög umdeildra laga á sínum tíma, skuli líka kallaður til sérstaklega til að dæma í Hæstarétti um svo umdeilt mál. Hann hafði áður komið að virkum hætti sem ráðuneytisstjóri þess tíma,“ segir ráðherrann fyrrverandi. „Og ég er hissa á því að ríkislögmaður skuli ekki hafa farið fram á að hann viki úr dómnum vegna fyrri tengsla við málið til að tryggja að dómurinn sé hlutlaus og réttmætur,“ heldur Jón áfram. Hann kveðst hafa verið þess fullviss á sínum tíma að reglugerðin stæðist lög og gott betur en það. „Reglugerðin var nauðsynleg á sínum tíma til að koma skipulagi á makrílveiðar,“ segir Jón. „Undirréttur dæmdi þetta lögmætt og þess vegna átti ríkislögmaður að gæta þess að Hæstiréttur væri hlutlaus.“ Jón bætir við að frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar, sem samþykkt var á Alþingi í gær, verji ekki hagsmuni þjóðarinnar. „Sú lagabreyting er óttaleg hrákasmíð þar sem verið er að fara á svig við meginhagsmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórnun, ráðstöfun og nýtingu auðlindarinnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vonsviknir makrílveiðimenn ætla í mál við ríkið Fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna munu höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu eftir að frumvarp um kvótasetningu á makríl varð að lögum á Alþingi í dag. 19. júní 2019 22:01 „Við munum væntanlega bara afhenda ráðherra lyklana að útgerðunum okkar“ Smábátaútgerðir ætla að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarp um kvótasetningu á makríl að lögum. Málshöfðunin er meðal annars til komin vegna breytinga atvinnuveganefndar Alþingis á frumvarpinu sem fyrirtækin telja að gangi í berhögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár. 13. júní 2019 18:30 Bótakröfur á ríkið vegna makrílkvóta Ríkislögmaður staðfestir að borist hafi stefnur vegna kvótasetningar makríls í upphafi áratugarins en gefur ekki upp fjölda eða bótakröfur. Heimildir herma að stórir aðilar stefni. Kröfur gætu numið allt að 35 milljörðum króna. 19. júní 2019 06:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Sjá meira
Vonsviknir makrílveiðimenn ætla í mál við ríkið Fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna munu höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu eftir að frumvarp um kvótasetningu á makríl varð að lögum á Alþingi í dag. 19. júní 2019 22:01
„Við munum væntanlega bara afhenda ráðherra lyklana að útgerðunum okkar“ Smábátaútgerðir ætla að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarp um kvótasetningu á makríl að lögum. Málshöfðunin er meðal annars til komin vegna breytinga atvinnuveganefndar Alþingis á frumvarpinu sem fyrirtækin telja að gangi í berhögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár. 13. júní 2019 18:30
Bótakröfur á ríkið vegna makrílkvóta Ríkislögmaður staðfestir að borist hafi stefnur vegna kvótasetningar makríls í upphafi áratugarins en gefur ekki upp fjölda eða bótakröfur. Heimildir herma að stórir aðilar stefni. Kröfur gætu numið allt að 35 milljörðum króna. 19. júní 2019 06:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels