Borgin opin fyrir leigu rafmagnshlaupahjóla Ari Brynjólfsson skrifar 20. júní 2019 06:00 Rafmagnshlaupahjól eru víða í borgum erlendis. Þau eru rekin af sérstökum fyrirtækjum sem rukka notendur í gegnum app. Getty/MarioGuti „Við erum mjög opin fyrir þessu. Rafmagnshlaupahjól eru algjörlega í takt við okkar stefnu um breyttar ferðavenjur,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. „Við sjáum þetta í borgum um allan heim að þetta er alltaf að verða stærri hluti af ferðamáta fólks. Þetta er að verða algengara og algengara hér heima líka,“ segir Sigurborg. Víða í borgum erlendis er hlaupahjól af þessu tagi að finna á götuhornum þar sem hver sem er getur gripið eitt slíkt. Hlaupahjólin eru virkjuð með appi þar sem greidd er skammtímaleiga sem miðast við ekna vegalengd. Hjólin kosta um 70 þúsund krónur hér á landi. Þau eru með tæplega 30 kílómetra drægi. Sigurborg telur svona hlaupahjól geta haft þó nokkur áhrif á umferðina í borginni, en þá þarf að huga að aðgengi. „Við sjáum fyrir okkur að svona hjól yrðu staðsett á fjölmennum strætisvagnastoppum, háskólum og stórum vinnustöðum. Svo eru margir sem vilja bara eiga sitt hjól.“ Borgin myndi ekki reka þjónustuna. „Við erum ekki búin að semja við neinn aðila eins og er, að minnsta kosti ekki enn þá. En vonandi breytist það í sumar,“ segir Sigurborg. Ef einhver byði sig fram þá þyrfti að skoða með hvaða hætti boðið yrði upp á hlaupahjólin.Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Akureyrar.„Sumir segja að það sé best að hafa þau á sérstökum stöndum, eins og við þekkjum með WOWreiðhjólin. Á meðan segja aðrir best að hafa þau þar sem notendur skilja við þau, þar getur sá næsti sótt sér hlaupahjól. Það eru bæði kostir og gallar við báða þessa möguleika,“ segir Sigurborg sem telur veðurfar ekki eiga að koma í veg fyrir notkun slíkra hjóla í Reykjavík. „Það er ekki snjóþyngra hjá okkur en í öðrum borgum þar sem þetta er í boði. Það er meira að segja kaldara í Ósló oft og tíðum,“ segir Sigurborg. Á suðvesturhorninu séu vetur stundum snjóléttir. Kippa mætti hjólunum inn er illa viðrar. Það eru f leiri sveitarfélög en Reykjavík sem eru opin fyrir rafmagnshlaupahjólum. „Við höfum ekki rætt rafmagnshlaupahjól neitt sérstaklega en það er markmið okkar að opna fyrir annan samgöngumáta en bara bílinn. Þetta rímar vel við það,“ segir Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Akureyrar. „Við höfum verið að vinna nýtt stígaskipulag á Akureyri. Það er ekki komið til framkvæmda enn þá, en við erum að horfa til stofnstíga sem fylgja ekki endilega stofnbrautunum. Þannig verður hægt að komast hraðar milli staða án þess að nota bíl. Þá verður hægt að nota hjól, hjólabretti eða svona rafmagnshlaupahjól.“ Sigurborg segir rafmagnshlaupahjól eiga að vera hluta af orkuskiptunum sem ríkisstjórnin stefnir að. „Það er alltaf verið að tala um að skipta úr bensínbílum í rafmagnsbíla, það getur líka átt við rafmagnshlaupahjól.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira
„Við erum mjög opin fyrir þessu. Rafmagnshlaupahjól eru algjörlega í takt við okkar stefnu um breyttar ferðavenjur,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. „Við sjáum þetta í borgum um allan heim að þetta er alltaf að verða stærri hluti af ferðamáta fólks. Þetta er að verða algengara og algengara hér heima líka,“ segir Sigurborg. Víða í borgum erlendis er hlaupahjól af þessu tagi að finna á götuhornum þar sem hver sem er getur gripið eitt slíkt. Hlaupahjólin eru virkjuð með appi þar sem greidd er skammtímaleiga sem miðast við ekna vegalengd. Hjólin kosta um 70 þúsund krónur hér á landi. Þau eru með tæplega 30 kílómetra drægi. Sigurborg telur svona hlaupahjól geta haft þó nokkur áhrif á umferðina í borginni, en þá þarf að huga að aðgengi. „Við sjáum fyrir okkur að svona hjól yrðu staðsett á fjölmennum strætisvagnastoppum, háskólum og stórum vinnustöðum. Svo eru margir sem vilja bara eiga sitt hjól.“ Borgin myndi ekki reka þjónustuna. „Við erum ekki búin að semja við neinn aðila eins og er, að minnsta kosti ekki enn þá. En vonandi breytist það í sumar,“ segir Sigurborg. Ef einhver byði sig fram þá þyrfti að skoða með hvaða hætti boðið yrði upp á hlaupahjólin.Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Akureyrar.„Sumir segja að það sé best að hafa þau á sérstökum stöndum, eins og við þekkjum með WOWreiðhjólin. Á meðan segja aðrir best að hafa þau þar sem notendur skilja við þau, þar getur sá næsti sótt sér hlaupahjól. Það eru bæði kostir og gallar við báða þessa möguleika,“ segir Sigurborg sem telur veðurfar ekki eiga að koma í veg fyrir notkun slíkra hjóla í Reykjavík. „Það er ekki snjóþyngra hjá okkur en í öðrum borgum þar sem þetta er í boði. Það er meira að segja kaldara í Ósló oft og tíðum,“ segir Sigurborg. Á suðvesturhorninu séu vetur stundum snjóléttir. Kippa mætti hjólunum inn er illa viðrar. Það eru f leiri sveitarfélög en Reykjavík sem eru opin fyrir rafmagnshlaupahjólum. „Við höfum ekki rætt rafmagnshlaupahjól neitt sérstaklega en það er markmið okkar að opna fyrir annan samgöngumáta en bara bílinn. Þetta rímar vel við það,“ segir Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Akureyrar. „Við höfum verið að vinna nýtt stígaskipulag á Akureyri. Það er ekki komið til framkvæmda enn þá, en við erum að horfa til stofnstíga sem fylgja ekki endilega stofnbrautunum. Þannig verður hægt að komast hraðar milli staða án þess að nota bíl. Þá verður hægt að nota hjól, hjólabretti eða svona rafmagnshlaupahjól.“ Sigurborg segir rafmagnshlaupahjól eiga að vera hluta af orkuskiptunum sem ríkisstjórnin stefnir að. „Það er alltaf verið að tala um að skipta úr bensínbílum í rafmagnsbíla, það getur líka átt við rafmagnshlaupahjól.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira