Borgin opin fyrir leigu rafmagnshlaupahjóla Ari Brynjólfsson skrifar 20. júní 2019 06:00 Rafmagnshlaupahjól eru víða í borgum erlendis. Þau eru rekin af sérstökum fyrirtækjum sem rukka notendur í gegnum app. Getty/MarioGuti „Við erum mjög opin fyrir þessu. Rafmagnshlaupahjól eru algjörlega í takt við okkar stefnu um breyttar ferðavenjur,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. „Við sjáum þetta í borgum um allan heim að þetta er alltaf að verða stærri hluti af ferðamáta fólks. Þetta er að verða algengara og algengara hér heima líka,“ segir Sigurborg. Víða í borgum erlendis er hlaupahjól af þessu tagi að finna á götuhornum þar sem hver sem er getur gripið eitt slíkt. Hlaupahjólin eru virkjuð með appi þar sem greidd er skammtímaleiga sem miðast við ekna vegalengd. Hjólin kosta um 70 þúsund krónur hér á landi. Þau eru með tæplega 30 kílómetra drægi. Sigurborg telur svona hlaupahjól geta haft þó nokkur áhrif á umferðina í borginni, en þá þarf að huga að aðgengi. „Við sjáum fyrir okkur að svona hjól yrðu staðsett á fjölmennum strætisvagnastoppum, háskólum og stórum vinnustöðum. Svo eru margir sem vilja bara eiga sitt hjól.“ Borgin myndi ekki reka þjónustuna. „Við erum ekki búin að semja við neinn aðila eins og er, að minnsta kosti ekki enn þá. En vonandi breytist það í sumar,“ segir Sigurborg. Ef einhver byði sig fram þá þyrfti að skoða með hvaða hætti boðið yrði upp á hlaupahjólin.Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Akureyrar.„Sumir segja að það sé best að hafa þau á sérstökum stöndum, eins og við þekkjum með WOWreiðhjólin. Á meðan segja aðrir best að hafa þau þar sem notendur skilja við þau, þar getur sá næsti sótt sér hlaupahjól. Það eru bæði kostir og gallar við báða þessa möguleika,“ segir Sigurborg sem telur veðurfar ekki eiga að koma í veg fyrir notkun slíkra hjóla í Reykjavík. „Það er ekki snjóþyngra hjá okkur en í öðrum borgum þar sem þetta er í boði. Það er meira að segja kaldara í Ósló oft og tíðum,“ segir Sigurborg. Á suðvesturhorninu séu vetur stundum snjóléttir. Kippa mætti hjólunum inn er illa viðrar. Það eru f leiri sveitarfélög en Reykjavík sem eru opin fyrir rafmagnshlaupahjólum. „Við höfum ekki rætt rafmagnshlaupahjól neitt sérstaklega en það er markmið okkar að opna fyrir annan samgöngumáta en bara bílinn. Þetta rímar vel við það,“ segir Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Akureyrar. „Við höfum verið að vinna nýtt stígaskipulag á Akureyri. Það er ekki komið til framkvæmda enn þá, en við erum að horfa til stofnstíga sem fylgja ekki endilega stofnbrautunum. Þannig verður hægt að komast hraðar milli staða án þess að nota bíl. Þá verður hægt að nota hjól, hjólabretti eða svona rafmagnshlaupahjól.“ Sigurborg segir rafmagnshlaupahjól eiga að vera hluta af orkuskiptunum sem ríkisstjórnin stefnir að. „Það er alltaf verið að tala um að skipta úr bensínbílum í rafmagnsbíla, það getur líka átt við rafmagnshlaupahjól.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugarvegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
„Við erum mjög opin fyrir þessu. Rafmagnshlaupahjól eru algjörlega í takt við okkar stefnu um breyttar ferðavenjur,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. „Við sjáum þetta í borgum um allan heim að þetta er alltaf að verða stærri hluti af ferðamáta fólks. Þetta er að verða algengara og algengara hér heima líka,“ segir Sigurborg. Víða í borgum erlendis er hlaupahjól af þessu tagi að finna á götuhornum þar sem hver sem er getur gripið eitt slíkt. Hlaupahjólin eru virkjuð með appi þar sem greidd er skammtímaleiga sem miðast við ekna vegalengd. Hjólin kosta um 70 þúsund krónur hér á landi. Þau eru með tæplega 30 kílómetra drægi. Sigurborg telur svona hlaupahjól geta haft þó nokkur áhrif á umferðina í borginni, en þá þarf að huga að aðgengi. „Við sjáum fyrir okkur að svona hjól yrðu staðsett á fjölmennum strætisvagnastoppum, háskólum og stórum vinnustöðum. Svo eru margir sem vilja bara eiga sitt hjól.“ Borgin myndi ekki reka þjónustuna. „Við erum ekki búin að semja við neinn aðila eins og er, að minnsta kosti ekki enn þá. En vonandi breytist það í sumar,“ segir Sigurborg. Ef einhver byði sig fram þá þyrfti að skoða með hvaða hætti boðið yrði upp á hlaupahjólin.Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Akureyrar.„Sumir segja að það sé best að hafa þau á sérstökum stöndum, eins og við þekkjum með WOWreiðhjólin. Á meðan segja aðrir best að hafa þau þar sem notendur skilja við þau, þar getur sá næsti sótt sér hlaupahjól. Það eru bæði kostir og gallar við báða þessa möguleika,“ segir Sigurborg sem telur veðurfar ekki eiga að koma í veg fyrir notkun slíkra hjóla í Reykjavík. „Það er ekki snjóþyngra hjá okkur en í öðrum borgum þar sem þetta er í boði. Það er meira að segja kaldara í Ósló oft og tíðum,“ segir Sigurborg. Á suðvesturhorninu séu vetur stundum snjóléttir. Kippa mætti hjólunum inn er illa viðrar. Það eru f leiri sveitarfélög en Reykjavík sem eru opin fyrir rafmagnshlaupahjólum. „Við höfum ekki rætt rafmagnshlaupahjól neitt sérstaklega en það er markmið okkar að opna fyrir annan samgöngumáta en bara bílinn. Þetta rímar vel við það,“ segir Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Akureyrar. „Við höfum verið að vinna nýtt stígaskipulag á Akureyri. Það er ekki komið til framkvæmda enn þá, en við erum að horfa til stofnstíga sem fylgja ekki endilega stofnbrautunum. Þannig verður hægt að komast hraðar milli staða án þess að nota bíl. Þá verður hægt að nota hjól, hjólabretti eða svona rafmagnshlaupahjól.“ Sigurborg segir rafmagnshlaupahjól eiga að vera hluta af orkuskiptunum sem ríkisstjórnin stefnir að. „Það er alltaf verið að tala um að skipta úr bensínbílum í rafmagnsbíla, það getur líka átt við rafmagnshlaupahjól.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugarvegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira