Venesúela í 8-liða úrslitin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Darwin Machís skoraði tvívegis gegn Bólivíu.
Darwin Machís skoraði tvívegis gegn Bólivíu. vísir/getty
Venesúela tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Suður-Ameríkukeppninnar með 0-2 sigri á Bólivíu í lokaleik sínum í A-riðli í kvöld.Venesúelamenn enduðu í 2. sæti riðilsins með fimm stig, tveimur stigum á eftir Brössum sem unnu Perúmenn örugglega í kvöld.Bólivíumenn eru hins vegar úr leik en þeir töpuðu öllum þremur leikjum sínum í riðlinum.Darwin Machís skoraði tvö mörk fyrir Venesúela í kvöld. Það fyrra kom strax á 2. mínútu. Machis skallaði þá fyrirgjöf Ronald Hernández í netið. Á 55. mínútu skoraði Machís svo sitt annað mark með skoti í fjærhornið.Leonel Justiniano minnkaði muninn fyrir Bólivíu á 82. mínútu en fimm mínútum síðar jók Josef Martínez forskot Venesúela aftur í tvö mörk þegar hann skallaði fyrirgjöf Yefersons Soteldo í netið. Lokatölur 1-3, Venesúelamönnum í vil.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.