Leiðsögn líkist einleik Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. júní 2019 11:00 Þór segir Tuliniusarnafnið hafa komið til landsins með langalangafa hans, Carli Tulinius. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Landsmenn kannast við Þór Tulinius sem leikara, bæði á sviði og í kvikmyndum. Á síðasta leikári lék hann í Svartlyngi í Tjarnarbíói og árið 2015 í Endatafli sem hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir sem besti karlleikari ársins. Hann kveðst hafa verið í bekk með sjö nemendum í Leiklistarskóla Íslands í fjögur ár, 1981-85. „Það var æði. Nú er þetta orðið þriggja ára nám og ábyggilega fleiri nemendur í bekk, ætli unga fólkið sé ekki bara orðið greindara en við og fljótara að læra,“ segir hann. „En þetta er krefjandi starf, ég hef unnið bæði sem leikari og leikstjóri, en minna verið í því síðustu ár og meira í ferðamennsku.“ Hann kveðst hafa byrjað í leiðsögn í lok menntaskólans. „Ég tala frönsku því ég ólst upp að hluta til í Frakklandi og franskur vinur minn bað mig að fara með franska ferðalanga um landið. Ég sagðist nú ekki vera fróður um það. „Ja, þú veist alltaf meira en þeir,“ svaraði hann. Þannig fór ég af stað og var í þessu öll námsárin á sumrin. Fyrir tíu árum fór ég að taka eina og eina ferð sem ökuleiðsögumaður, það er svo notalegt. Svo var það árið 2012 sem bíll kom upp í hendurnar á mér. Ég var að leika einleik í Landnámssetrinu í Borgarnesi og á leiðinni heim stoppaði ég til að fá mér pylsu. Við sjoppuna stóð nákvæmlega eins bíll og mig langaði í. Ökumaðurinn sat undir stýri, ég bankaði á rúðuna og spurði hvort hann vissi hvað svona bíll kostaði. „Já, ég var að setja þennan á sölu,“ sagði hann. Þannig að ég skellti mér út í þetta, tók öll réttindi og stofnaði fyrirtæki. Yfirleitt eru það forseldar ferðir sem ég er ráðinn til að taka að mér.“ Þór segir reynslu leikarans koma sér vel í leiðsögninni. „Þetta er svolítið uppistand, eins og að vera með einleik“ segir hann glaðlega og kannast ekki mikið við vandamál í starfinu. „Þetta er svo flott land að fólkið er dolfallið yfir því og verður ósjálfrátt svo þakklátt og glatt. Ísland er svo mikið í mótun, fólk finnur alls staðar kraftinn. Skógleysið gerir það líka sérstakt, maður sér svo langt. Við erum ofsalega heppin að eiga þetta land. Það hríslast um mig aðdáun þegar ég er að labba einhvers staðar um það með hópa.“ Nú berst talið að fjölskyldunni. Þór upplýsir að konan hans, Elísabet Katrín Friðriksdóttir, sé úr Eyjafjarðarsveitinni. „Við kynntumst gegnum leiklistina þegar ég var að leikstýra Góða dátanum Svejk hjá Freyvangsleikhúsinu árið 2011. „Ég á tvær uppkomnar dætur og hún á tvo uppkomna syni. Svo á ég dótturdóttur sem heitir Anna Sóley Kristjánsdóttir, bætir hann við stoltur.“ Spurður hvort hann ætli að halda upp á sextugsafmælið sem er í dag, svarar Þór. „Ja, fjölskyldan kemur í kaffi, svona nánasta fólkið, kannski geri ég eitthvað meira seinna.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tímamót Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Landsmenn kannast við Þór Tulinius sem leikara, bæði á sviði og í kvikmyndum. Á síðasta leikári lék hann í Svartlyngi í Tjarnarbíói og árið 2015 í Endatafli sem hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir sem besti karlleikari ársins. Hann kveðst hafa verið í bekk með sjö nemendum í Leiklistarskóla Íslands í fjögur ár, 1981-85. „Það var æði. Nú er þetta orðið þriggja ára nám og ábyggilega fleiri nemendur í bekk, ætli unga fólkið sé ekki bara orðið greindara en við og fljótara að læra,“ segir hann. „En þetta er krefjandi starf, ég hef unnið bæði sem leikari og leikstjóri, en minna verið í því síðustu ár og meira í ferðamennsku.“ Hann kveðst hafa byrjað í leiðsögn í lok menntaskólans. „Ég tala frönsku því ég ólst upp að hluta til í Frakklandi og franskur vinur minn bað mig að fara með franska ferðalanga um landið. Ég sagðist nú ekki vera fróður um það. „Ja, þú veist alltaf meira en þeir,“ svaraði hann. Þannig fór ég af stað og var í þessu öll námsárin á sumrin. Fyrir tíu árum fór ég að taka eina og eina ferð sem ökuleiðsögumaður, það er svo notalegt. Svo var það árið 2012 sem bíll kom upp í hendurnar á mér. Ég var að leika einleik í Landnámssetrinu í Borgarnesi og á leiðinni heim stoppaði ég til að fá mér pylsu. Við sjoppuna stóð nákvæmlega eins bíll og mig langaði í. Ökumaðurinn sat undir stýri, ég bankaði á rúðuna og spurði hvort hann vissi hvað svona bíll kostaði. „Já, ég var að setja þennan á sölu,“ sagði hann. Þannig að ég skellti mér út í þetta, tók öll réttindi og stofnaði fyrirtæki. Yfirleitt eru það forseldar ferðir sem ég er ráðinn til að taka að mér.“ Þór segir reynslu leikarans koma sér vel í leiðsögninni. „Þetta er svolítið uppistand, eins og að vera með einleik“ segir hann glaðlega og kannast ekki mikið við vandamál í starfinu. „Þetta er svo flott land að fólkið er dolfallið yfir því og verður ósjálfrátt svo þakklátt og glatt. Ísland er svo mikið í mótun, fólk finnur alls staðar kraftinn. Skógleysið gerir það líka sérstakt, maður sér svo langt. Við erum ofsalega heppin að eiga þetta land. Það hríslast um mig aðdáun þegar ég er að labba einhvers staðar um það með hópa.“ Nú berst talið að fjölskyldunni. Þór upplýsir að konan hans, Elísabet Katrín Friðriksdóttir, sé úr Eyjafjarðarsveitinni. „Við kynntumst gegnum leiklistina þegar ég var að leikstýra Góða dátanum Svejk hjá Freyvangsleikhúsinu árið 2011. „Ég á tvær uppkomnar dætur og hún á tvo uppkomna syni. Svo á ég dótturdóttur sem heitir Anna Sóley Kristjánsdóttir, bætir hann við stoltur.“ Spurður hvort hann ætli að halda upp á sextugsafmælið sem er í dag, svarar Þór. „Ja, fjölskyldan kemur í kaffi, svona nánasta fólkið, kannski geri ég eitthvað meira seinna.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tímamót Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira