Leiðsögn líkist einleik Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. júní 2019 11:00 Þór segir Tuliniusarnafnið hafa komið til landsins með langalangafa hans, Carli Tulinius. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Landsmenn kannast við Þór Tulinius sem leikara, bæði á sviði og í kvikmyndum. Á síðasta leikári lék hann í Svartlyngi í Tjarnarbíói og árið 2015 í Endatafli sem hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir sem besti karlleikari ársins. Hann kveðst hafa verið í bekk með sjö nemendum í Leiklistarskóla Íslands í fjögur ár, 1981-85. „Það var æði. Nú er þetta orðið þriggja ára nám og ábyggilega fleiri nemendur í bekk, ætli unga fólkið sé ekki bara orðið greindara en við og fljótara að læra,“ segir hann. „En þetta er krefjandi starf, ég hef unnið bæði sem leikari og leikstjóri, en minna verið í því síðustu ár og meira í ferðamennsku.“ Hann kveðst hafa byrjað í leiðsögn í lok menntaskólans. „Ég tala frönsku því ég ólst upp að hluta til í Frakklandi og franskur vinur minn bað mig að fara með franska ferðalanga um landið. Ég sagðist nú ekki vera fróður um það. „Ja, þú veist alltaf meira en þeir,“ svaraði hann. Þannig fór ég af stað og var í þessu öll námsárin á sumrin. Fyrir tíu árum fór ég að taka eina og eina ferð sem ökuleiðsögumaður, það er svo notalegt. Svo var það árið 2012 sem bíll kom upp í hendurnar á mér. Ég var að leika einleik í Landnámssetrinu í Borgarnesi og á leiðinni heim stoppaði ég til að fá mér pylsu. Við sjoppuna stóð nákvæmlega eins bíll og mig langaði í. Ökumaðurinn sat undir stýri, ég bankaði á rúðuna og spurði hvort hann vissi hvað svona bíll kostaði. „Já, ég var að setja þennan á sölu,“ sagði hann. Þannig að ég skellti mér út í þetta, tók öll réttindi og stofnaði fyrirtæki. Yfirleitt eru það forseldar ferðir sem ég er ráðinn til að taka að mér.“ Þór segir reynslu leikarans koma sér vel í leiðsögninni. „Þetta er svolítið uppistand, eins og að vera með einleik“ segir hann glaðlega og kannast ekki mikið við vandamál í starfinu. „Þetta er svo flott land að fólkið er dolfallið yfir því og verður ósjálfrátt svo þakklátt og glatt. Ísland er svo mikið í mótun, fólk finnur alls staðar kraftinn. Skógleysið gerir það líka sérstakt, maður sér svo langt. Við erum ofsalega heppin að eiga þetta land. Það hríslast um mig aðdáun þegar ég er að labba einhvers staðar um það með hópa.“ Nú berst talið að fjölskyldunni. Þór upplýsir að konan hans, Elísabet Katrín Friðriksdóttir, sé úr Eyjafjarðarsveitinni. „Við kynntumst gegnum leiklistina þegar ég var að leikstýra Góða dátanum Svejk hjá Freyvangsleikhúsinu árið 2011. „Ég á tvær uppkomnar dætur og hún á tvo uppkomna syni. Svo á ég dótturdóttur sem heitir Anna Sóley Kristjánsdóttir, bætir hann við stoltur.“ Spurður hvort hann ætli að halda upp á sextugsafmælið sem er í dag, svarar Þór. „Ja, fjölskyldan kemur í kaffi, svona nánasta fólkið, kannski geri ég eitthvað meira seinna.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tímamót Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Fleiri fréttir Enn að verja son sinn fyrir kynþáttafordómum eftir andlátið Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira
Landsmenn kannast við Þór Tulinius sem leikara, bæði á sviði og í kvikmyndum. Á síðasta leikári lék hann í Svartlyngi í Tjarnarbíói og árið 2015 í Endatafli sem hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir sem besti karlleikari ársins. Hann kveðst hafa verið í bekk með sjö nemendum í Leiklistarskóla Íslands í fjögur ár, 1981-85. „Það var æði. Nú er þetta orðið þriggja ára nám og ábyggilega fleiri nemendur í bekk, ætli unga fólkið sé ekki bara orðið greindara en við og fljótara að læra,“ segir hann. „En þetta er krefjandi starf, ég hef unnið bæði sem leikari og leikstjóri, en minna verið í því síðustu ár og meira í ferðamennsku.“ Hann kveðst hafa byrjað í leiðsögn í lok menntaskólans. „Ég tala frönsku því ég ólst upp að hluta til í Frakklandi og franskur vinur minn bað mig að fara með franska ferðalanga um landið. Ég sagðist nú ekki vera fróður um það. „Ja, þú veist alltaf meira en þeir,“ svaraði hann. Þannig fór ég af stað og var í þessu öll námsárin á sumrin. Fyrir tíu árum fór ég að taka eina og eina ferð sem ökuleiðsögumaður, það er svo notalegt. Svo var það árið 2012 sem bíll kom upp í hendurnar á mér. Ég var að leika einleik í Landnámssetrinu í Borgarnesi og á leiðinni heim stoppaði ég til að fá mér pylsu. Við sjoppuna stóð nákvæmlega eins bíll og mig langaði í. Ökumaðurinn sat undir stýri, ég bankaði á rúðuna og spurði hvort hann vissi hvað svona bíll kostaði. „Já, ég var að setja þennan á sölu,“ sagði hann. Þannig að ég skellti mér út í þetta, tók öll réttindi og stofnaði fyrirtæki. Yfirleitt eru það forseldar ferðir sem ég er ráðinn til að taka að mér.“ Þór segir reynslu leikarans koma sér vel í leiðsögninni. „Þetta er svolítið uppistand, eins og að vera með einleik“ segir hann glaðlega og kannast ekki mikið við vandamál í starfinu. „Þetta er svo flott land að fólkið er dolfallið yfir því og verður ósjálfrátt svo þakklátt og glatt. Ísland er svo mikið í mótun, fólk finnur alls staðar kraftinn. Skógleysið gerir það líka sérstakt, maður sér svo langt. Við erum ofsalega heppin að eiga þetta land. Það hríslast um mig aðdáun þegar ég er að labba einhvers staðar um það með hópa.“ Nú berst talið að fjölskyldunni. Þór upplýsir að konan hans, Elísabet Katrín Friðriksdóttir, sé úr Eyjafjarðarsveitinni. „Við kynntumst gegnum leiklistina þegar ég var að leikstýra Góða dátanum Svejk hjá Freyvangsleikhúsinu árið 2011. „Ég á tvær uppkomnar dætur og hún á tvo uppkomna syni. Svo á ég dótturdóttur sem heitir Anna Sóley Kristjánsdóttir, bætir hann við stoltur.“ Spurður hvort hann ætli að halda upp á sextugsafmælið sem er í dag, svarar Þór. „Ja, fjölskyldan kemur í kaffi, svona nánasta fólkið, kannski geri ég eitthvað meira seinna.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tímamót Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Fleiri fréttir Enn að verja son sinn fyrir kynþáttafordómum eftir andlátið Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira