Fótbolti

Komst ekki í liðið hjá West Brom en var valinn leikmaður ársins hjá Bayern München

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gnabry varð tvöfaldur meistari með Bayern München í vor.
Gnabry varð tvöfaldur meistari með Bayern München í vor. vísir/getty
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þýski kantmaðurinn Serge Gnabry komst ekki í liðið hjá West Brom fyrir nokkrum árum.

Hann varð tvöfaldur meistari með Bayern München í vor og var svo valinn leikmaður ársins hjá félaginu.

Arsenal lánaði Gnabry til West Brom fyrir tímabilið 2015-16. Hann spilaði hins vegar þrjá leiki með West Brom og sneri aftur til Arsenal um mitt tímabil.

Síðan þá hefur leiðin legið upp á við hjá Gnabry. Hann átti gott tímabil með Werder Bremen og Bayern keypti hann sumarið 2017.

Gnabry var lánaður til Hoffenheim tímabilið 2017-18 þar sem hann skoraði tíu mörk og átti stóran þátt í því að liðið endaði í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu.

Í vetur skoraði hann 13 mörk í 42 leikjum fyrir Bayern í öllum keppnum. Liðið vann bæði deild og bikar.

Héctor Bellerín, leikmaður Arsenal, hrósaði sínum gamla samherja á Twitter í dag og skaut í leiðinni á West Brom og Tony Pulis, þáverandi knattspyrnustjóra liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×