Erlent

Ein­mana snigill olli lesta­truflunum í Japan

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Snigillinn olli truflunum í lestasamgöngum á Kyushu eyju.
Snigillinn olli truflunum í lestasamgöngum á Kyushu eyju. getty/Takaaki Iwabu
Straumrof sem olli truflunum í lestasamgöngum í Japan í síðasta mánuði var valdið af snigli segja yfirvöld á Kyushu eyju. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Ferðir rúmlega 12.000 manns urðu fyrir áhrifum þegar nærri 30 lestir stöðnuðu á Kyushu vegna hinar slímugu boðflennu.

Líkamsleifar snigilsins fundust inni í tækjabúnaði við hliðina á lestarteinunum, segja lestaryfirvöld í Japan.

Fréttamiðlar á svæðinu segja að snigillinn hafi náð að troða sér inn um agnarlítið gat á búnaðnum og hafi þar með valdið atvikinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×