Erlent

Ein­mana snigill olli lesta­truflunum í Japan

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Snigillinn olli truflunum í lestasamgöngum á Kyushu eyju.
Snigillinn olli truflunum í lestasamgöngum á Kyushu eyju. getty/Takaaki Iwabu

Straumrof sem olli truflunum í lestasamgöngum í Japan í síðasta mánuði var valdið af snigli segja yfirvöld á Kyushu eyju. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Ferðir rúmlega 12.000 manns urðu fyrir áhrifum þegar nærri 30 lestir stöðnuðu á Kyushu vegna hinar slímugu boðflennu.

Líkamsleifar snigilsins fundust inni í tækjabúnaði við hliðina á lestarteinunum, segja lestaryfirvöld í Japan.

Fréttamiðlar á svæðinu segja að snigillinn hafi náð að troða sér inn um agnarlítið gat á búnaðnum og hafi þar með valdið atvikinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.