Fótbolti

Stuðningsmenn Barca vilja ekki sjá Neymar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Stuðningsmenn Barca vilja ekki endurvekja MSN
Stuðningsmenn Barca vilja ekki endurvekja MSN Vísir/Getty
Stuðningsmenn Barcelona eru ekki ýkja spenntir fyrir endurkomu brasilísku stórstjörnunnar Neymar ef marka má könnun Mundo Deportivo.71,2% svarenda í könnuninni segjast ekki hafa áhuga á að sjá Neymar aftur í Barcelona búningnum en flest þykir benda til þess að þessi 27 ára gamli framherji muni yfirgefa franska stórveldið PSG eftir stormasamt tímabil.Er talið að Neymar sé að velja á milli spænsku risanna Real Madrid og Barcelona.Neymar skoraði 105 í 186 leikjum fyrir Barcelona á árunum 2013-2017 og varð tvisvar sinnum spænskur meistari auk þess að vinna Meistaradeild Evrópu árið 2015 þar sem Neymar var markahæsti leikmaður keppninnar ásamt Cristiano Ronaldo og Lionel Messi með 10 mörk.


Tengdar fréttir

Neymar: Ég vil ekki spila hérna lengur

Brasilíumaðurinn Neymar virðist vera staðráðinn í því að komast frá PSG og hann er sagður hafa sent forseta félagsins skýr skilaboð.

Nauðgun, skattsvik og meiðsli

Síðastliðið ár hefur ekki verið dans á rósum hjá brasilíska leikmanninum Neymar. Heimurinn fékk nóg af leikaraskap hans á HM, hann hefur tvisvar farið í leikbann – fyrir að móðga dómara og slá áhorfanda, misst fyrirliðabandið í l
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.