Erlent

Ætla að beita Íran enn fleiri viðskiptaþvingunum

Andri Eysteinsson skrifar
Trump sneri aftur í Hvíta húsið eftir að hafa eytt helginni í Camp David.
Trump sneri aftur í Hvíta húsið eftir að hafa eytt helginni í Camp David. Getty/Tasos Katopodis
Bandaríkjaforseti, Donald Trump segir að ef Írönsk stjórnvöld haldi sig við áform sín um að auka við kjarnorkuframleiðslu sína, verndi ríki Evrópu landið ekki fyrir ágangi Bandaríkjanna, muni efnahagskerfi landsins, sem Trump kallar gjörónýtt, bíð enn meiri hnekki vegna enn stórvægilegri viðskiptaþvingana af hálfu Bandarískra stjórnvalda. Guardian greinir frá.

Ástandið milli ríkjanna hefur verið eldfimt í nokkurn tíma. Fyrir nokkru skutu Íranir niður Bandarískt flygildi en ríkjunum greinir á um hvort flygildið hafi verið innan íranskrar lofthelgi eður ei.

Í kjölfarið var áætluð loftárás Bandaríkjanna á skotmörk í Íran en Trump fyrirskipaði að ekki skyldi verða að árásunum vegna þess mannfalls sem yrði.

Forsetinn hefur greint frá því að hann telji Írani reiðubúna til þess að koma að samningaborðinu vegna þeirra efnahagslegu áhrifa sem viðskiptaþvinganirnar hafa á ríkið. Opinberlega hafa Írönsk stjórnvöld hins vegar greint frá því að á meðan að þvinganirnar eru í gildi komi landið ekki til með að semja við Bandaríkin á neinn hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×