Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust Sveinn Arnarsson skrifar 24. júní 2019 06:00 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins leggur mikla áherslu á að fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, taki verulegum breytingum áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins innan þingflokksins. Einn heimildarmaður blaðsins segist raunar ekki muna eftir öðru stjórnarfrumvarpi sem hafi verið afgreitt úr þingflokknum með jafn miklum fyrirvörum. Þannig muni þingflokkurinn meðal annars setja það skilyrði að tekið verði á málefnum RÚV. Að minnsta kosti verði settar miklar skorður við samkeppnisrekstri félagsins og það helst dregið alveg af samkeppnismarkaði. Frumvarp Lilju sem ætlað var að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla komst ekki til umræðu áður en Alþingi fór í sumarleyfi. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þótt frumvarpið hafi verið afgreitt út úr þingflokknum hafi verið samstaða um það að það færi ekki í gegn á þessu þingi. Ljóst sé að fyrirvarar séu hjá mörgum þingmönnum flokksins. „Ég held að það sé alveg deginum ljósara að það voru ekki allir í þingflokknum sáttir við frumvarpið eins og það var lagt fram. Ráðherra fannst mikilvægt að leggja málið fram svo það fengi kynningu og einhverja umræðu. Það yrði svo verkefni næsta þings að ná þessu í gegn,“ segir Bryndís. Þegar ráðherra kynnti frumvarpið í lok janúar sagði hann að málefni RÚV yrðu skoðuð síðar. Endanleg útgáfa frumvarpsins leit svo dagsins ljós í maí en þá hafði málsgrein verið bætt við greinargerð um að skoða ætti tekjuuppbyggingu RÚV. Frumvarpinu var ekki dreift á Alþingi fyrr en 20. maí þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi afgreitt það 3. þess mánaðar. Voru þær tafir meðal annars raktar til andstöðu innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Að mati Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, er staða RÚV lykilatriði. „Ef það er einhver alvara í því að styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla þá verða menn að taka á þátttöku RÚV á samkeppnismarkaði þar sem það nýtur yfirburða. Það verður að jafna leikvöllinn,“ segir Óli Björn. Eitthvað verði að gera en mikill meirihluti þingsins vilji vernda RÚV. „Það má ekkert gera sem raskar stöðu RÚV og þá skil ég ekki hvernig menn ætla að jafna leikvöllinn.“ Annar heimildarmaður segir málið snúið fyrir flokkinn þar sem verið sé að búa til styrkjakerfi sem gangi gegn grunnhugmyndum hans um atvinnulíf. Hins vegar telji ýmsir það réttlætanlegt í ljósi ójafnrar stöðu einkarekinna fjölmiðla Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir RÚV er fíllinn í stofunni Blaðamennska er sjúkdómur, segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Óli Björn, Kolbeinn Proppé, VG og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, eru öll fyrrverandi blaðamenn. Sammála um að ef ekkert verði gert muni fækka í flóru sjálfstæðra fjölmiðla. 2. mars 2019 15:00 Stjórnin skoðar frekari aðgerðir fyrir fjölmiðla Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki breytingar á fjölmiðlafrumvarpi sem hún kynnti fyrir viku og felur í sér ríkisstyrki til sjálfstæðra fjölmiðla. 7. febrúar 2019 06:00 Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins leggur mikla áherslu á að fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, taki verulegum breytingum áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins innan þingflokksins. Einn heimildarmaður blaðsins segist raunar ekki muna eftir öðru stjórnarfrumvarpi sem hafi verið afgreitt úr þingflokknum með jafn miklum fyrirvörum. Þannig muni þingflokkurinn meðal annars setja það skilyrði að tekið verði á málefnum RÚV. Að minnsta kosti verði settar miklar skorður við samkeppnisrekstri félagsins og það helst dregið alveg af samkeppnismarkaði. Frumvarp Lilju sem ætlað var að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla komst ekki til umræðu áður en Alþingi fór í sumarleyfi. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þótt frumvarpið hafi verið afgreitt út úr þingflokknum hafi verið samstaða um það að það færi ekki í gegn á þessu þingi. Ljóst sé að fyrirvarar séu hjá mörgum þingmönnum flokksins. „Ég held að það sé alveg deginum ljósara að það voru ekki allir í þingflokknum sáttir við frumvarpið eins og það var lagt fram. Ráðherra fannst mikilvægt að leggja málið fram svo það fengi kynningu og einhverja umræðu. Það yrði svo verkefni næsta þings að ná þessu í gegn,“ segir Bryndís. Þegar ráðherra kynnti frumvarpið í lok janúar sagði hann að málefni RÚV yrðu skoðuð síðar. Endanleg útgáfa frumvarpsins leit svo dagsins ljós í maí en þá hafði málsgrein verið bætt við greinargerð um að skoða ætti tekjuuppbyggingu RÚV. Frumvarpinu var ekki dreift á Alþingi fyrr en 20. maí þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi afgreitt það 3. þess mánaðar. Voru þær tafir meðal annars raktar til andstöðu innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Að mati Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, er staða RÚV lykilatriði. „Ef það er einhver alvara í því að styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla þá verða menn að taka á þátttöku RÚV á samkeppnismarkaði þar sem það nýtur yfirburða. Það verður að jafna leikvöllinn,“ segir Óli Björn. Eitthvað verði að gera en mikill meirihluti þingsins vilji vernda RÚV. „Það má ekkert gera sem raskar stöðu RÚV og þá skil ég ekki hvernig menn ætla að jafna leikvöllinn.“ Annar heimildarmaður segir málið snúið fyrir flokkinn þar sem verið sé að búa til styrkjakerfi sem gangi gegn grunnhugmyndum hans um atvinnulíf. Hins vegar telji ýmsir það réttlætanlegt í ljósi ójafnrar stöðu einkarekinna fjölmiðla
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir RÚV er fíllinn í stofunni Blaðamennska er sjúkdómur, segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Óli Björn, Kolbeinn Proppé, VG og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, eru öll fyrrverandi blaðamenn. Sammála um að ef ekkert verði gert muni fækka í flóru sjálfstæðra fjölmiðla. 2. mars 2019 15:00 Stjórnin skoðar frekari aðgerðir fyrir fjölmiðla Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki breytingar á fjölmiðlafrumvarpi sem hún kynnti fyrir viku og felur í sér ríkisstyrki til sjálfstæðra fjölmiðla. 7. febrúar 2019 06:00 Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
RÚV er fíllinn í stofunni Blaðamennska er sjúkdómur, segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Óli Björn, Kolbeinn Proppé, VG og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, eru öll fyrrverandi blaðamenn. Sammála um að ef ekkert verði gert muni fækka í flóru sjálfstæðra fjölmiðla. 2. mars 2019 15:00
Stjórnin skoðar frekari aðgerðir fyrir fjölmiðla Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki breytingar á fjölmiðlafrumvarpi sem hún kynnti fyrir viku og felur í sér ríkisstyrki til sjálfstæðra fjölmiðla. 7. febrúar 2019 06:00
Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45