Cavani kláraði Síle | Átta liða úrslitin klár í Copa America

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Edinson Cavani fagnar marki sínu í nótt.
Edinson Cavani fagnar marki sínu í nótt. vísir/getty
Úrugvæ tryggði sér toppsætið í C-riðli Copa America í nótt er liðið vann 1-0 sigur á Síle. Edinson Cavani með eina markið á 82. mínútu.Þetta var fyrsti leikur þjóðanna síðan 2015 en þá var Cavani sendur af velli. Framherjinn trompaðist nefnilega þegar Gonzalo Jara, varnarmaður Síle, setti hönd sína á afturendann hans. Jara fékk svo þriggja leikja bann fyrir athæfið.Síle fær að keppa við Kólumbíu en Kólumbía er eina liðið sem hefur unnið alla sína leiki á mótinu. Úrúgvæ mætir Perú.Ekvador varð svo að sætta sig við að sitja eftir þar sem liðið náði ekki að leggja sprækt lið Japan sem hefur komið þægilega á óvart í þessu móti.Ekvador og Japan gerðu 1-1 jafntefli þar sem Shoya Nakajima kom Japan yfir en Angel Mena jafnaði fyrir Ekvadora.Átta liða úrslit:Brasilía - Paragvæ

Venesúela - Argentína

Kólumbía - Síle

Úrúgvæ - Perú

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.