Fótbolti

Aldrei fleiri horft á kvennafótbolta á Englandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ensku stelpurnar fagna í gær.
Ensku stelpurnar fagna í gær. vísir/getty

Kvennaboltinn er á uppleið og það kemur fram víða í kringum HM í Frakklandi. Í gær var enn eitt metið slegið er um 7 milljónir manna horfðu á leik enska kvennalandsliðsins gegn Kamerún í gær.

Það voru 6,9 milljónir sem horfðu á leikinn en gamla metið var 6,1 milljón. Það sem meira er þá voru 40,5 prósent sjónvarpsáhorfenda að horfa á leikinn. Það eru ansi góðar tölur.

Þetta áhorfsmet verður svo alveg örugglega slegið aftur á fimmtudag er liðið spilar í átta liða úrslitum HM gegn Noregi.

Það var mikið drama í leiknum gegn Kamerún í gær en vonandi fær fótboltinn að njóta sín í næsta leik.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.