Fótbolti

Rífa niður einn sögufrægasta leikvang Ítalíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
San Siro verður rifinn.
San Siro verður rifinn. vísir/getty

San Siro, heimavöllur ítölsku risanna í AC Milan og Inter Milan, verður rifinn en forráðamenn Mílanó-félaganna staðfestu þetta í morgun.

Leikvangurinn er einn sögufrægasta leikvangur í Evrópu en hann tekur rúmlega 80 þúsund manns í sæti. Völlurinn verður rifinn og nýr völlur byggður fyrir hliðina.

Paolo Scaroni, forseti AC Milan, og stjórnarformaður, Alessandro Antonello, staðfestu fréttirnar í morgun en Milan hefur spilað á velinum síðan 1926.

Nítján árum síðar byrjaði Inter einnig að spila á vellinum og hefur síðan þá einnig verið heimavöllur Ítalíu um nokkurra ára skeið.

Ekki er kominn dagsetning á hvenær ráðist verður í framkvæmdirnar en leikið verður á vellinum þangað til nýr leikvangur verður klár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.